Um víða veröld - Heimsálfur

84 Vötnin miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada eru stærsta ferskvatns stöðuvatnakerfi í heimi, um 244 þús. km2 að flatarmáli. Vötnin eru fimm: Stærst þeirra er Superiorvatn, þá Michiganvatn, Huronvatn, Erievatn og Ontariovatn. Ámilli tveggja síðastnefndu vatnanna eru hinir frægu Niagarafossar. Eyjar sem tilheyra álfunni er aðallega að finna í Karíbahafinu og á norðurskautssvæði Kanada. Í Karíbahafinu er fjöldi eyja, þær stærstu eru Kúba og Hispaníóla. Á norðurskautssvæði Kanada má nefna eyjarnar Baffinsland og Ellesmereey. Þar austur af er stærsta eyja í heimi, Grænland, sem tilheyrir Norður-Ameríku landfræðilega en Danmörku stjórnmálalega. Grænlandsjökullinn er u.þ.b. tíundi hluti af öllum jöklum jarðar og er 4300 m þykkur þar sem hann er þykkastur. Til Norður-Ameríku teljast einnigMið-Ameríka og eyjarnar í Karíbahafinu sem fjallað verður um síðar í þessum kafla. Coloradofljótið rennur víða í hrikalegum en ægifögrum gljúfrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=