Um víða veröld - Heimsálfur

85 Norður-Ameríka Náttúrufar Þar sem meginland Norður-Ameríku nær yfir öll loftslagsbelti jarðar er þar að finna mjög fjölbreytt náttúrufar. Nyrstu héruð Alaska og Kanada eru í kuldabeltinu nyrðra. Þar eru stór landsvæði trjálausar freðmýrar þar sem frost fer einungis úr efstu jarðlögum nokkra mánuði á sumri. Sunnar liggur barrskógabeltið. Kaldi Labradorstraumurinn, sem berst suður með austurströnd Norður-Ameríku, hefur í för með sér að kuldabeltið teygir sig miklu lengra til suðurs en í Evrópu. Sunnar tekur tempraða beltið við en það nær yfir stóran hluta Kanada og Bandaríkjanna. Þar er að finna eitt mikilvægasta akuryrkjusvæði heims, gresjuna, sem teygir sig í austur frá Klettafjöllum. Þar er ein mesta hveitirækt í heimi. Áður var þar að finna mikla laufskóga sem var breytt í ræktarland. Syðsti hluti Bandaríkjanna og stór hluti Mexíkó er í heittempraða beltinu. Þar eru eyðimerkur sökum lítillar úrkomu. Syðsti hluti Flórída-ríkis og Mexíkó, megnið af Mið-Ameríku og eyjar Karíbahafsins eru í hitabeltinu. Þar eru víða miklir hitabeltisregnskógar. Labradorstraumurinn Ríkjandi loftslag og úrkoma í Norður-Ameríku og hafstraumar í Atlantshafi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=