Um víða veröld - Heimsálfur

83 Norður-Ameríka Landslag Norður-Ameríka er þriðja stærsta heimsálfan. Hún tengist Suður-Ameríku um hið 58 km breiða Panamaeiði. Skilin á milli Norður-Ameríku og Asíu liggja um Beringssund. Norður-Ameríku má gróflega skipta í fjögur landslagssvæði. Í fyrsta lagi eru Vesturfjallgarðarnir, sem liggja með vesturströndinni frá Alaska suður til Mexíkó og skiptast í nokkra samhliða fjallgarða þar semKlettafjöll eru langmest. Í Aljútafjöllum er hæsti tindur Norður-Ameríku, Mt. McKinley (6194 m). Í öðru lagi er það Kanadaskjöldurinn, sem nær yfir norðurhluta Kanada og Grænland. Þessi forngrýtisskjöldur, sem er um þriggja milljarða ára gamall, ber ummerki langvarandi rofs af völdum jökla margra ísalda. Í þriðja lagi eru það Slétturnar miklu og Miðláglendið, sem teygir sig eftir miðri álfunni suður til Mexíkóflóa. Þessi frjósama, víðlenda slétta varð til við framburð jökuláa og stórfljóta í milljónir ára. Í fjórða lagi eru það Appalachiafjöll á austurströnd Bandaríkjanna. Þessi fjallakeðja er sú elsta í Norður-Ameríku. Á milli þessara fjallgarða eru þurrar hásléttur sem víða eru eyðimerkur. Stærsta eyðimörkin er Skálin mikla (Great Basin) sem teygir sig yfir ríkin Nevada og Utah. Lengsta fljót álfunnar er Mississippi, um 6300 km langt. Vatnasvið þess teygir sig því sem næst um öll Bandaríkin milli Klettafjalla og Appalachiafjalla. Niagarafossar á landamærumBandaríkjanna og Kanada. Þangað sækir mikill fjöldi ferðamanna ár hvert. Ef vel er að gáð má sjá bát á siglingu á ánni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=