Um víða veröld - Heimsálfur

10 Búsetamanna í barrskógabeltinu er strjál sökumþess að þar er jarðvegurinn næringarsnauður og erfitt er að rækta korn og aðrar nytjaplöntur. Auður barrskóga felst í timbur-, trjákvoðu- og pappírsframleiðslu. Einungis búa um 2–3% jarðarbúa í barrskógabeltinu. Í dag er hvergi að finna víðáttumikil svæði með upprunalegum laufskógi. Skógurinn hefur víðast verið höggvinn niður og frjósömu landinu breytt í landbúnaðarsvæði þar sem stunduð er akuryrkja og kvikfjárrækt. Þótt laufskógabeltið þeki ekki stóran hluta af þurrlendi jarðar býr þar um helmingur jarðarbúa. Stærstu regnskógar á jörðinni eru í vesturhluta Afríku við miðbaug og á Amason-svæðinu í Suður-Ameríku. Einnig eru regnskógar í suðausturhluta Asíu. Maðurinn hefur átt erfitt með að búa í loftslagi hitabeltisins þar sem rakinn og hitinn er mikill. Íbúar hitabeltisregnskóganna eru því fáir í samanburði við önnur svæði jarðarinnar. Grasslétturnar skiptast í steppu og savanna og á þeim er jarðvegurinn sjálfur mikilvægasta náttúruauðlindin. Steppur eru víðáttumiklar grassléttur sem þekja stór svæði í öllum heimsálfum. Steppur eru hentugar til búsetu. Fyrst voru þær vinsælar til veiða, síðar stundaði maðurinn þar kvikfjárrækt og loks jarðyrkju en jarðvegur á steppunum er oftast þykkur, frjósamur og næringarefnaríkur. Á savanna-svæðunum (staktrjáasléttunum) í Austur-Afríku er fjöldi stórra og villtra dýra einna mestur í heiminum. Dýralífið á savanna-svæðum Austur-Afríku hefur gert þau að vinsælum áfangastöðum ferðamanna. Maðurinn hefur búið í eyðimörkum í þúsundir ára, þrátt fyrir erfið skilyrði. Þar má bæði finna fólk með fasta búsetu og fólk sem lifir hirðingjalífi. Eyðimerkur semþekja um 30% af þurrlendi jarðar hafa mjög fjölbreytt landslag. VISTSPOR Vistspor er mæliaðferð sem notuð er til að skoða hversu hratt maðurinn nýtir auðlindir jarðar. Með vistsporinu er hægt að meta hversu mikið af jörðinni, eða hversu margar jarðir, mannkynið þyrfti ef allir fylgdu ákveðnum lífsstíl. Í hitabeltisregnskógum er gróður þéttur og fjölbreyttur og því erfitt að komast leiðar sinnar. Regnskógar hafa reynst mönnum erfiðir til búsetu. Freðmýrar eru harðbýl og tegundasnauð svæði. Þrátt fyrir það hafamenn aðlagast og búið þar öldum saman. Eitt það erfiðasta við að búa í eyðimörk er skortur á vatni. Því takmarkast búseta þar að stórumhluta við vinjar. Einungis lítill hluti eyðimarka í heiminum er sandur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=