Um víða veröld - Heimsálfur

11 • Maður og náttúra Verkefni Kort 1. Skoðaðu heimskort og reyndu að sjá út hlutföll lands og vatns. 2. Hver eru stærstu hafsvæðin? En heimsálfurnar? Raðaðu álfunum í stærðarröð. 3. Notaðu netið til að finna ólíkar tegundir af heimskortum. Á sumum þeirra er Evrópa fyrir miðju, á öðrum þeirra önnur heimssvæði. Hvernig stendur á því? 4. Hvar eru stærstu barrskógasvæðin í heiminum? Í hvaða löndum er þau að finna? 5. Hvar í heiminum eru stærstu regnskógarnir? 6. Í hvaða gróðurbelti eru eftirtalin lönd að stærstum hluta? a. Ástralía b. Kína c. Suður-Afríka Finndu svarið 7. Í hvaða tvo f lokka má skipta landafræðinni og hver er munurinn á þeim f lokkum? 8. Í hvaða þrjá f lokka er venjan að skipta auðlindum? Nefndu dæmi um auðlindir sem tilheyra hverjum f lokki. 9. Hvernig skilurðu hugtakið sjálfbær þróun? 10. Hvað er meginland? 11. Útskýrðu hvað er auðlind. Umræður 12. Hvað finnst þér áhugaverðast að læra í landafræði? 13. Hvaða heimsálfu myndir þú helst vilja heimsækja? Hvers vegna? 14. Hvers vegna ætli fátækustu ríki heimsins séu í Afríku og Asíu? 15. Hvað getum við gert til að vernda auðlindir? 16. Um hvaða gróðurbelti heldurðu að erfiðast sé að ferðast? Hvers vegna? 17. Skoðaðu skólastofuna og skráðu allt sem búið er til úr trjám. Hvaða annað efni hefði verið hægt að nota? Viðfangsefni 18. Rökræður. Skiptið í tvö lið, með og á móti skiptingu auðlinda heimsins eins og hún er í dag. 19. Hvernig geta fátæk lönd komið sér út úr fátækt sinni? Geta þau gert það upp á eigin spýtur eða þurfa þau aðstoð ríkari þjóða heimsins? 20. Niðurstöður útreikninga á vistspori Íslendinga eru sláandi skv. rannsókn Sigurðar Eybergs Jóhannessonar og dr. Brynhildar Davíðsdóttur, dósents við Háskóla Íslands. Þar kemur fram að það þyrfti 21 jörð ef allt mannkynið lifði við sömu kjör og við. a. Hvaða lausnir sjáið þið til að snúa þessari þróun við? b. Gerið könnun í bekknum á því hvað er endurunnið á heimilum bekkjarfélaganna. • Dagblöð/ tímarit • Plastumbúðir • Pappír • Rafhlöður • Pappi • Föt • Málmar • Timbur • Fernur • Garðaúrgangur • Drykkjarumbúðir, skilagjaldskyldar • Húsbúnaður og f leira í nytjagáma • Steinefni t.d. byggingarúrgangur • Lífrænn úrgangur á heimili c. Gerið síðan myndræna útfærslu á niðurstöðum ykkar. Ísland 21. Í hvaða gróðurbelti er Ísland að stærstum hluta? 22. Hverjar eru auðlindir Íslendinga? Eru auðlindir okkar endurnýjanlegar? Óendurnýjanlegar? Endurnýjanlegar með takmörkunum? 23. Hvernig eru aðstæður okkar ólíkar þeim sem aðrar þjóðir búa við, t.d. í Malaví? 24. Hvað geta Íslendingar gert til að hjálpa þeim sem minna mega sín í heiminum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=