Um víða veröld - Heimsálfur

9 Maður og náttúra Gróðurfar og landnýting Mismunandi gróðurfar er ásamt ýmsu öðru grundvöllur ólíkra atvinnu- og framleiðsluhátta. Sem dæmi má nefna barrskógabeltið þar sem skógurinn er hráefni til pappírs- og timburframleiðslu. Sá sem þekkir gróðurbelti jarðar og það sem einkennir þau ætti að hafa góða hugmynd um lífskjör manna í ólíkum heimshlutum. Gróðurfari jarðar má skipta gróflega í freðmýrar, skóga, grassléttur og eyðimerkur. Stærstu freðmýrasvæðin eru í Norður-Kanada og Rússlandi. Þar hafa m.a. Inúítar, Samar og fleiri þjóðflokkar búið öldum saman og lifnaðarhættir þeirra ráðist af náttúrulegum aðstæðum. Skógum jarðar er skipt í barrskóga, laufskóga og hitabeltisregnskóga. GRASSLÉTTUR Grassléttur eru líka oft nefndar gresjur eða graslendi. Á þessu korti má sjá skiptingu gróðurfars í heiminum. Ef þú berð gróðurkortið saman við loftslag eða landslag sérðu skýrt samhengi milli þessara þátta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=