Um víða veröld - Heimsálfur

8 Fátækir og ríkir Stór hluti mannkyns býr við fátækt og hefur varla í sig og á. Auk þess búa margir við skort á hreinu vatni og hafa ekki aðgang að menntun og heilsugæslu. Þeir sem búa í auðugum löndum lifa flestir við allsnægtir, ef svo má að orði komast. Þar er matvæla- og iðnframleiðsla mikil, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Í slíkum löndum er menntun góð, þar er að finna vönduð sjúkrahús og mikil þægindi. Í ríkum löndum getur efnamunur þó verið mikill á milli íbúanna, þar sem sumir geta verið forríkir en aðrir lifað við fátækt. Hversu gott íbúarnir hafa það fer líka eftir stjórnarfari og því hvernig valdinu er dreift. Saga lands getur einnig haft mikið að segja. Í stríðshrjáðum löndum og mörgum fyrrum nýlendum eru íbúar yfirleitt fátækari en annars staðar. Evrópa, Norður-Ameríka, Ástralía og svæði í Austur-Asíu, t.d. strandhéruð Austur-Kína og Japan, eru meðal auðugustu svæða á jörðinni. Fátæku löndin er flest að finna í Afríku og Asíu. Einnig eru víða um heim fátæk svæði innan stærri ríkisheilda. Talið er að um 20% af jarðarbúum noti um 80% af náttúruauðlindum jarðar. Hverjir skyldu það vera? Er slík skipting réttlát? Víða í stórborgumer fátækt mikil. Þar býr sífellt stækkandi hópur fólks við sára fátækt eins og þessi börn í Kolkata á Indlandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=