Tommi og tækin

24 Nú var Tommi glaður. – Næsta vetur skulum við smíða eldflaug, sagði Tommi eitt kvöldið og horfði dreymandi upp í himininn. – Eldflaug? spurði pabbi hissa. – Já, eldflaug sem getur farið með okkur til tunglsins. Pabbi brosti og hristi höfuðið. – Tommi minn, þú veist hvað ég er lofthræddur. Tommi hló. Það er margt sem hann ætlar að gera þegar hann verður orðinn stór. Hvað dreymir Tomma um að gera núna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=