Þekktu réttindi þín - Handbók fyrir kennara

UNICEF vinnur oft með öðrum samtökum til þess að tryggja að börn fái það sem þau eiga rétt á. UNICEF hjálpar börnum um allan heim, bæði í fátækum og ríkum löndum. Víða er ekki komið nógu vel fram við börn en virða þarf réttindi þeirra. Réttindi barna Réttindi barna byggja á þeim grundvallarþörfum sem börn hafa til þess að geta lifað og þroskast á heilbrigðan og öruggan hátt. Öll börn í heiminum eiga þessi réttindi. Réttindin eru útlistuð í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og eiga við um öll börn undir átján ára aldri. Aftur í tímann Réttindi barna hafa ekki alltaf verið til. Árið 1924 var í fyrsta sinn skrifuð yfirlýsing um réttindi barna en hún var hluti af Genfaryfirlýsingu Þjóðabandalagsins. Ástæða þess að yfirlýsingin var skrifuð var bág staða barna í kjölfar fyrri heimstyrjaldarinnar. Í kjölfarið kom seinni heim- styrjöldin og ýtti hún undir bága stöðu barna. Börn létu lífið vegna hungursneyðar eða sprengjuárása. Sum voru jafnvel tekin af lífi í fangabúðum. Árið 1946 var UNICEF stofnað sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, upprunalega til þess að styðja við börn sem voru fórnarlömb seinni heimstyrjaldarinnar. Árið 1984 kom út Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Ellefu árum síðar, árið 1959, var sérstök yfirlýsing um réttindi barnsins samþykkt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Vandamálið við yfir- lýsingar er að ekki er hægt að sjá til þess að allar þjóðir framfylli þær. Vegna þessa kom fram sú hugmynd árið 1978 að útbúa lagalega bindandi sáttmála. Þessi sáttmáli varð þekktur sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og var hann samþykktur á Allsherjarþingi þeirra árið 1989. Barnasáttmálinn Barnasáttmálinn er listi yfir samkomulag sem næstum öll lönd heimsins hafa gert sín á milli. Í Barnasáttmálanum eru settar fram leiðbeiningar um það hvernig koma skuli fram við börn og hver réttindi þeirra eru. Sáttmálinn samanstendur af 54 greinum. Í fyrstu grein kemur fram að sáttmálinn gildi fyrir öll börn undir átján ára aldri. Þessari grein fylgir svo 41 grein. Þær lýsa réttindum barna. Í lokin eru greinar sem fjalla um innleiðingu og eftirlit. Árið 2019 fagnaði sáttmálinn 30 ára afmæli. Hvað gerir UNICEF með réttindi barna? Minnst er á UNICEF í Barnasáttmálanum sem þau samtök sem hjálpa löndum að fylgjast með og virða réttindi barna. UNICEF stendur vörð um réttindi barna. UNICEF er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. UNICEF er skammstöfun fyrir United Nations Children‘s Fund. Samtökin veita stjórnvöldum aðhald þegar kemur að því að tryggja að réttindi barna séu virt. UNICEF aðstoðar einnig við að koma á fót nýjum skólum og við áætlanir er varða næringu. Samtökin hjálpa börnum meðal annars með því að útvega hreint vatn, góðan mat og menntun. Hvað er UNICEF? 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=