Previous Page  11 / 164 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 11 / 164 Next Page
Page Background

Brúttólaun

fela

í sér bæði laun

og hlunnindi

ef einhver eru.

Nettólaun

eru

útborguð laun,

til ráðstöfunar

þegar frádráttar-

liðirnir hafa verið

dregnir frá.

Persónuafsláttur

er dreginn frá

útreiknuðum skatti.

Skattar

eru m.a.

lagðir á laun,

á hagnað af

atvinnustarfsemi

og vexti af

bankainnistæðum.

Stéttarfélagsgjald

Algengt er að þetta

gjald sé í kringum

1% af launum.

Skattleysismörk

segja til um hve

miklar launatekjur

má hafa án þess

að þurfa að greiða

skatt.

Skattstofn

er sá

grunnur sem

skattur er

reiknaður af eftir

að iðgjald í lífeyris-

sjóð hefur verið

dregið frá.

Staðgreiðsla

skatta felur í sér

tekjuskatt til

ríkisins og útsvar

til sveitarfélagsins.

Kafli 1 • Persónuleg fjármál

9

Laun og tekjuskattur

Margir launþegar hafa föst mánaðarlaun en aðrir fá greitt tíma-

kaup og fá þá greitt fyrir hverja klukkustund sem unnin er.

Frá launum er dregið iðgjald í lífeyrissjóð og staðgreiðsla skatta.

Skatthlutfallið er misjafnt eftir því hve há launin eru. Þetta hlutfall

er ákveðið af Alþingi og sett með lögum. Einnig ákveður Alþingi

hver persónuafslátturinn er hverju sinni en hann er dreginn frá

skattinum.

Börn yngri en 16 ára þurfa að greiða 6% skatt af launum umfram 180 000 á ári.

Þessi hópur fær ekki persónuafslátt. Þegar unglingur hefur náð 16 ára aldri

borgar hann skatt eins og fullorðnir.

1.2

Vikar er 15 ára og hefur fengið vinnu þar sem hann fær 980 kr. á tímann.

Hann á að vinna milli 25 og 28 klukkustundir á mánuði allt árið.

Þarf Vikar að greiða skatt? Rökstyddu svarið.

1.3

Helena, sem er 14 ára, passar barn á hverjum laugardegi allt árið í

6 klst. í senn.

Hún vinnur sér inn nákvæmlega svo mikið að hún þarf ekki að greiða skatt.

Hversu há geta tímalaun hennar verið?

Þegar finna skal út hve mikinn skatt fullorðinn einstaklingur á að borga þarf fyrst

að reikna

skattstofninn

. Hann finnst með því að draga iðgjaldið í lífeyrissjóð frá

brúttólaunum. Sumir launþegar fá hlunnindi (t.d. afnot af síma eða bíl) sem þeir

þurfa að borga skatt af. Þeim hlunnindum er þá bætt við brúttólaunin og þá liggur

skattstofninn fyrir. Skatturinn er þá reiknaður út frá skattstofninum og

persónuafsláttur dreginn frá skattinum. Það sem eftir er af skattinum er síðan

dregið frá skattstofninum. Stéttarfélagsgjald er loks dregið frá og þá eru

nettólaunin eftir, það er að segja það sem launþeginn fær útborgað.

Brúttólaun

– iðgjald í lífeyrissjóð (reiknast af brúttólaunum)

+ hlunnindi

= Skattstofn

Skattstofn

– skattur að frádregnum persónuafslætti

– stéttarfélagsgjald

= Nettólaun