Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 36 safnast upp í náttúrunni, í líkömum okkar og annarra lífvera. Við gerum lífríkið sífellt fábreyttara svo að lífkerfið, net lífvera og náttúru, gliðnar og trosnar. 22 Allar lífverur skipta máli í vistkerfinu, vistkerfisins vegna og annarra lífvera. Út frá sjónarhóli mannsins skiptir líka hver tegund máli, í hverri þeirra búa möguleikar til fæðu og lyfja. Fólk sem hefur ofnæmi eða óþol fyrir einni tegund matvöru verður að fá aðra sambærilega. Til að hægt sé að rækta sem fjölbreyttasta matvöru og framleiða sem fjölbreyttust lyf verður margbreytileikinn að vera fyrir hendi í lífríkinu. Köfnunartilfinning er andstyggileg og viðbrögð manns við henni eru snögg og kröftug og sem betur fer oftast árangursrík. Þorsti og hungur minna okkur líka á að við höfum „aftengst“ hringrásum Jarðar og þurfum að bæta þar úr með aðgerðum. Lengi hafa hugsuðir haldið því fram að fólk hafi ekki aðeins þörf fyrir efnisleg tengsl við náttúruna í formi lofts, vatns og matar til að halda heilsu heldur haldi fólk ekki andlegu heilbrigði nema það sé í tengslum við náttúruna með samskiptum, einhvers konar upplifun og helst útiveru. Á síðustu árum hafa líka komið fram kenningar um að ýmsa Kanarífuglinn í kolanámunni Kanarífuglar eru viðkvæmari fyrir loftmengun en fólk. Sagan segir að kolanámumenn hafi tekið með sér kanarífugl í búri niður í djúpar námur. Þegar kanarífuglinn dó flýttu mennirnir sér upp á yfirborðið því að þeir vissu að annars færu þeir sömu leið og fuglinn. Bent hefur verið á að allt í kring um mannkyn Jarðar séu „deyjandi kanarífuglar“. Stofnar fjölmargra lífverutegunda minnka nú mjög hratt eða eru jafnvel alveg að hverfa og menn verði að grípa til snöggra og raunhæfra aðgerða ef ekki á illa að fara. Fjallgöngur ... ég reyni að komast til fjalla, helzt ekki sjaldnar en vikulega, og þá alltaf í nokkurn bratta, þannig að ég reyni á líkamsþolið. Oftast er ég einn á þessum ferðum, og ég trúi því, að ég haldi ekki andlegri eða líkamlegri heilsu, hvorki siðferðilegri né vitsmunalegri, – nema að ég stundi mínar fjallgöngur. Broddi Jóhannesson, rektor KÍ og KHÍ 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=