Sjálfbærni - Rit um grunnþætti menntunar

SJÁLFBÆRNI 34 hringrásunum. Hvorki yrði þá sama bruðl og sóun með náttúruverðmæti og nú er né safnaðist upp hættulegt rusl og mengun. Þetta sér fólk en leiðir til úrbóta eru umdeildar og erfiðar. Fyrsta skrefið er að fólk geri sér grein fyrir vandanum og finni hjá sér vilja til að taka til höndunum til lausna. Æviferill tveggja burðarpoka Léreftspoki úr lífrænt ræktaðri bómull. Við ræktun hennar eru ekki notuð nein eiturefni eða aukaefni. Bóndinn sem ræktar bómullina fær greitt sanngjarnt verð fyrir sína vinnu svo og þeir sem spinna bómullina, vefa efnið og sauma pokann. Kominn á markað er þessi poki dýr en sá sem kaupir hann getur notað hann aftur og aftur um langan tíma. Þegar hann er ónýtur hendir eigandinn honum í lífrænan safnhaug þar sem efni hans falla aftur inn í hringrásir Jarðar. Plastpoki er unnin úr olíu. Olíu er dælt upp úr jarðlögum í miklu magni. Mest af henni er brennt til að knýja farartæki Jarðarbúa. Vinnsla og bruni á olíu hefur í för með sér gífurlega mengun sem er að breyta loftslagi Jarðar með mjög alvarlegum afleiðingum. Á tiltölulega ódýran hátt má líka umbreyta olíu í plast sem er hræódýrt efni. Úr plasti eru m.a. búnir til burðarpokar sem eru notaðir ótæpilega enda ódýrir og jafnvel gefnir. Þegar plastpokum er hent eyðist plastið ekki heldur brotnar niður í smáar einingar sem safnast upp. Mikið af plastinu berst til sjávar og á ákveðnum svæðum í höfunum, bæði Kyrrahafi og Atlantshafi, hafa myndast stórir flekar af plasti sem stækka stöðugt. Á hverju ári drepst mikill fjöldi sjófugla og sjávarspendýra eftir að hafa étið plast og önnur dýr flækjast í því og festast og kafna. 21 Ef verðlag á hlutum væri í samræmi við umhverfisáhrif þeirra ætti það að vera plastpokinn en ekki taupokinn sem væri svo dýr að fólk veigraði sér við að kaupa hann. En af því að auðlindin er lítils metin og menn geta skaðað Jörðina og umhverfi alls mannkyns án ábyrgðar þá getur fólk fengið plastpoka ókeypis – ef það tekur við þeim. Er ekki kominn tími til að hætta því?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=