68 æfingar í heimspeki

62 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2020 – 40596 Lýðræði og skólastarf A Lýðræðislegt B Ólýðræðislegt Gott fyrir skólastarf og nemendur Gott fyrir skólastarf, slæmt fyrir nemendur Slæmt fyrir skóla- starf og nemendur Slæmt fyrir skóla- starf, gott fyrir nemendur D Gott fyrir skólastarf E Gott fyrir nemendur F Slæmt fyrir skólastarf G Slæmt fyrir nemendur Gott fyrir skólastarf og nemendur Gott fyrir skólastarf, slæmt fyrir nemendur Slæmt fyrir skóla- starf og nemendur Slæmt fyrir skóla- starf, gott fyrir nemendur D Gott fyrir skólastarf E Gott fyrir nemendur F Slæmt fyrir skólastarf G Slæmt fyrir nemendur Hefur ekkert með lýðræði að gera Æfing 68: Hugsað heimspekilega um forvarnir Gögn: Fullyrðingar sem búið er að láta á spjöld. Þátttakendur draga og taka afstöðu til fullyrðinganna. Eru þeir þeim sammála eða ósammála, eru fullyrðingarnar skyn- samlegar eða óskynsamlegar? Skrifa má á töflu eða nota spjöld sem lögð eru á borð og liggja ákvarðanatökunni til grundvallar. Þar stendur sammála , ósammála og ? . Markmið: Að mynda sér skoðun á ýmsum álitamálum sem tengjast forvarnarstarfi. Samræður. Aldur: Unglingastig og eldri. Lýsing: Leiðbeinandi er með spjöld sem á standa ýmsar fullyrðingar og skoðanir um ýmis álitamál sem tengjast forvarnarstarfi. Þátttakendur draga spjöld, mynda sér skoðun á því sem þar stendur, gera grein fyrir skoðun sinni, færa rök fyrir henni og rökræða við félaga sína. Það fer eftir fjölda þátttakenda hvernig verkefnið er unnið. Ef þátttakendur eru fáir, þ.e. um það bil tólf eða færri má sitja saman við stórt borð og nota borðið til að leggja spjöldin á. Ef þátttakendur eru fleiri má nota töflu og líma spjöldin á töfluna í stað þess að leggja þau á borðið. Þátttakendur vinna saman í pörum eða smærri hópum. Hvert par eða hópur dregur eitt spjald með fullyrðingu hjá leiðbeinanda og tekur sér tíma til að meta í hvaða flokk fullyrðingin sem dregin var fari, þ.e. sammála, ósammála eða ? . Í smærri hópum sem vinna við stórt borð eru flokkarnir þrír sammála, ósammála og ? á borðinu fyrir framan en í stórumhópum eru flokkarnir þrír skráðir á töfluna. Skýringarmynd með æfingu 67.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=