68 æfingar í heimspeki

61 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 spjöldin á töfluna í stað þess að leggja þau á borðið (sjá nánar skýringarmynd hér fyrir neðan). Þátttakendur vinna saman í pörumeða smærri hópum. Hvert par eða hópur dregur eitt spjald með fullyrðingu hjá leiðbeinanda og tekur sér tíma til að meta í hvaða flokk fullyrðingin sem dregin var fari. Grunnflokkarnir eru þrír þ.e. lýðræðislegt, ólýðræðislegt, hefur ekkert með lýðræði að gera. Undirflokkarnir eru síðan gott fyrir skólastarf, slæmt fyrir skólastarf, gott fyrir nemendur, slæmt fyrir nemendur. Þannig mætti flokka fullyrðingu sem lýðræðislega en slæma fyrir nemendur og góða fyrir skólastarf, eða ólýðræðislega, góða fyrir skólastarf og góða fyrir nemendur o.s.frv. Í smærri hópum sem vinna við stórt borð eru flokkarnir á borðinu fyrir framan en í stórum hópum eru flokkarnir skráðir á töfluna. Þegar allir hafa metið þá fullyrðingu sem þeir fengu gera pörin/hóparnir grein fyrir afstöðu sinni og setja fullyrðingarnar í viðeigandi flokk á borðinu/töflunni. Þegar hér er komið sögu þarf ekki að rökstyðja afstöðu sína þó vissulega megi útfæra verkefnið þannig að afstaðan sé rökstudd strax. Farnar eru fleiri umferðir og pörin/hóparnir draga fleiri spjöld og gera grein fyrir afstöðu sinni. Þegar búið er að fara yfir góðan slatta af spjöldum eru þátttakendur spurðir að því hvort það sé einhver sem vilji gera athugasemd við einhverja ákvörðun sem komið hefur fram. Viðkomandi er beðin(n) um að gera grein fyrir athugasemd sinni og færa rök fyrir því hvers vegna eitthvað ætti að falla í annan flokk, t.d. úr lýðræðislegu yfir í ólýðræðislegt. Leiðbeinandi flytur spjaldið úr einum flokki yfir í annan í samræmi við vilja síðasta ræðumanns. Ef þeir sem röðuðu spjaldinu niður upphaflega vilja gera athugasemd mega þeir gera það og geta því fært spjaldið aftur í sinn upphaflega flokk. Þetta verkefni getur gengið svo lengi sem einhver gerir athugasemdir og vill færa spjald yfir í annan flokk og rökstyðja val sitt. Fullyrðingarnar sem notaðar eru í þessari æfingu eru: Meirihlutinn á alltaf að ráða. – Allir fái að kjósa skólastjóra. – Að gagnrýna – Allir í skólanum, fullorðnir, unglingar og börn eru jafnir. – Allir fá að klæða sig eins og þeim sýnist í skólanum. – Ef upp koma ágreiningsmál á að kjósa um þau. – Frjáls mæting í kennslustundir. – Nemendur velja það sem þeir vilja læra. – Nemendur ákveða hvort þeir læra. – Kennarinn ákveður hvað á að gera í kennslustundinni. – Nemendur fá ekki að ráða hvað á að læra. – Kennarar leiðbeina nemendum um hvað er viðeigandi klæðnaður. – Rökræður. – Bekkjarfundir. – Að vinna saman –Að mega segja það sem manni finnst. – Að fá að vera með í að ákveða skólareglur. – Maður tekur próf í þeim fögum sem maður vill. – Það má hafa síma í tíma – Allir nemendur eiga að vera í skólabúningum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=