68 æfingar í heimspeki

63 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Þegar allir hafa metið þá fullyrðingu sem þeir fengu gera pörin/hóparnir grein fyrir afstöðu sinni og setja fullyrðingarnar í viðeigandi flokk á borðinu/töflunni. Þegar hér er komið sögu þarf ekki að rökstyðja afstöðu sína þó vissulega megi útfæra verkefnið þannig að afstaðan sé rökstudd strax. Farnar eru fleiri umferðir og pörin/hóparnir draga fleiri spjöld og gera grein fyrir afstöðu sinni. Þegar búið er að fara yfir góðan slatta af spjöldum eru þátttakendur spurðir að því hvort einhver vilji gera athugasemd við einhverja ákvörðun sem komið hefur fram. Viðkomandi er beðin(n) um að gera grein fyrir athugasemd sinni og færa rök fyrir því hvers vegna eitthvað ætti að falla í annan flokk, t.d. úr sammála yfir í ósammála. Leiðbeinandi flytur spjaldið úr einum flokki yfir í annan í samræmi við vilja síðasta ræðumanns. Ef þeir sem röðuðu spjaldinu niður upphaflega vilja gera athugasemd mega þeir gera það og geta því fært spjaldið aftur í sinn upphaflega flokk. Þetta verkefni getur gengið svo lengi sem einhver gerir athugasemdir og vill færa spjald yfir í annan flokk og rökstyðja val sitt. Fullyrðingarnar sem notaðar eru í þessari æfingu eru: Það ætti að lögleiða kannabisefni. – Áfengi hjálpar manni að eignast vini. – Þeir sem ekki drekka einangrast frá félögunum. – Hass er skaðlegra en áfengi. – Með aukinni drykkju aukast líkur á ofbeldi. – Sumir framhaldsskólar láta nemendur blása í áfengismæli áður en þeim er hleypt inn á böll. – Það kemur engum við nema manni sjálfum hvort maður drekkur áfengi. – Þeir sem stunda íþróttir verða síður alkóhólistar en aðrir. – Maður á að fá að rækta kanna- bis ef það er bara fyrir mann sjálfan. – Betra er að horfa á sjónvarpið með foreldrum en að fara í félagsmiðstöðina. – Foreldrar eiga að kaupa vín fyrir mig svo ég þurfi ekki að kaupa landa. – Það er slæmt að tóbak kosti mikið því það eru svo margir fátækir sem reykja. – Það á að banna leikurum að reykja í bíómyndum og í leikhúsi. – Ef þú hættir að reykja fitnar þú. – Það er í lagi fyrir íþróttamenn að taka í vörina vegna þess að tóbakið fer ekki í lungun. – Það er skynsamlegt að gera samning við foreldra um að byrja ekki að drekka. – Foreldrar kaupa áfengi fyrir unglinga. – Foreldrar kaupa sígarettur fyrir unglinga. – Það er verra að taka í vörina en að reykja. – Íþróttafélög eiga bara að að leggja áherslu á keppnisíþróttir. – Ef enginn notaði tóbak færu margir tóbaksbændur á hausinn og margir starfsmenn í tóbaksverksmiðjum misstu vinnuna. – Áfengi er skaðlegra en hass. – Áfengi er gleðigjafi. – Áfengi er skaðlegt. – Að vera heima á kvöldin með fjölskyldunni á meðan allir vinirnir eru úti. – Sígarettur eru of dýrar. – Íþróttir eru það eina sem dugar í forvarnarstarfi. – Því yngri sem þú byrjar að drekka því meiri líkur eru á að þú verðir alkóhólisti. – Það ætti að banna áfengi á Íslandi. – Það ætti að banna fólki að reykja tóbak allsstaðar. – Áfengiskaupaaldurinn ætti að vera 23 ár. – Fíkniefni eru skaðlaus ef maður neitir þeirra í hófi. – 16 ára unglingar ættu að fá að kaupa sterkt vín eins og brennivín og vodka. – 16 ára unglingar ættu að hafa leyfi til að kaupa bjór. – Þeir sem nota fíkniefni geta alltaf hætt ef þeir vilja. – Það er skynsamlegt að þú megir gifta þig 18 ára en ekki kaupa áfengi fyrr en 20 ára. – Ef foreldrar drekka áfengi hafa þeir ekki rétt á að banna ung- lingunum sínum að drekka. – Ef foreldrar reykja hafa þeir ekki rétt á að banna unglingunum að reykja. – Ef maður er í partíi þar sem allir drekka, þá er í lagi að maður drekki líka. – Foreldrar sem reykja ættu að hafa leyfi til að senda börnin sín út í búð til að kaupa fyrir sig sígarettur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=