68 æfingar í heimspeki

55 68 ÆFINGAR Í HEIMSPEKI – Menntamálastofnun 2014 – 40596 Fullyrðingarnar sem notaðar eru í þessari æfingu eru: Það er í lagi að dreifa myndum af fólki. Sá/sú sem tekur myndirnar á þær og má gera það sem hann/hún vill við þær. – Stelpur sem eru klæddar eins og „hórur“ geta bara sjálfum sér um kennt ef þær verða fyrir kynferðislegri áreitni. – Strákar verða aldrei fyrir kynferðislegri áreitni. – Ef einhver er að áreita mann þá eru mjög miklar líkur á að hann/hún sé hrifin(n) af manni. – Að baktala einhvern er allt í lagi ef sá sem talað er um veit ekki af því. – Ef eitthvað á að teljast ofbeldi gagnvart annarri manneskju þá verður að sjá á henni líkamlega. – Sumir eiga það skilið að maður sé leiðinlegur við þá. – Ef einhver er með myndir af mér má hann/hún ekki birta þær nema með mínu leyfi. – Ég má skrifa það sem ég vil um aðra á mína síðu (Facebook- síðu, bloggsíðu) vegna þess að ég á síðuna. – Ef það er einhver í skólanum sem enginn talar við þá þarf ég ekki að tala við viðkomandi. – Ofbeldisfullir tölvuleikir auka líkur á því að þeir sem nota þá verði ofbeldisfullir. – Ef einhver hefur verið að leggja mig í einelti þá hef ég rétt á að ráðast á þá manneskju og fá til þess aðstoð (t.d. frá systkinum) ef ég þarf. – Sumir eiga það skilið að vera lagðir í einelti fyrir það hvernig þeir hafa hagað sér. – Ef mér líkar illa við einhvern þá er betra að sá heyri það heldur en að ég sé að tala um það við vini mína án þess að viðkomandi fái að vita. – Það er alltaf rétt að refsa þeim sem hafa komið illa fram við aðra. – Það er ekki alltaf rangt að beita ofbeldi. – Það er alltaf rangt að beita ofbeldi. – Strákar eru ofbeldisfyllri en stelpur. – Strákar baktala meira en stelpur. – Það er slæmt að vera ósammála einhverjum. – Þeir sem verða fyrir einelti ættu að skipta um skóla til þess að losna við eineltið. – Þeir sem leggja í einelti ættu að vera sendir í annan skóla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=