RISAstórar smáSÖGUR 2023

57 Óveðrið Ragna Egilsdóttir, 12 ára Ég er ein heima í húsinu mínu og það er brjálað veður úti. Sirka 48 metrar á sekúndu. Ég fer inn í eldhús til að fá mér meira kaffi en tek eftir útlínum á manneskju fyrir utan en hver getur það verið? Er einhver sem mögulega getur verið úti í þessu veðri? Ég fer að útidyrahurðinni og þar stendur maður. Ábyggilega tveir metrar á hæð. Hann biður um að fá að koma inn meðan storminn lægi og auðvitað segi ég já. Hann ýtir mér frá og hleypur beint inn á bað. Ég fer aftur inn í stofu og drekk meira kaffi. Maðurinn er ekki kominn fram eftir klukkutíma svo ég fer að gá að honum en það er opin hurðin inn á bað og enginn þar. Ég leita um allt hús en hann er hvergi! Ekki í neinu herbergi, ekki í bílskúrnum, þvottahúsinu né eldhúsinu. Ég kalla og kalla en fæ ekkert svar. Ég fer aftur inn í stofu og þar er heldur enginn. Rafmagnið fer af. Auðvitað þurfti rafmagnið að fara af núna þegar það er svo vont veður að það sést ekki út og ókunnugur maður í húsinu mínu! Ég hugsa ekki neitt heldur hleyp út en í fyrstu tröppunni dett ég á bólakaf í snjóinn og inniskórnir detta af mér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=