RISAstórar smáSÖGUR 2023

56 3. KAFLI Nína ákvað að njósna um Herra hundfúlan. Þetta var eitthvað grunsamlegt. Hún ákvað að baka smákökur. Klukkutíma síðar bankaði Nína upp á hjá Herra hundfúlum. Enginn svaraði. Hún bankaði aftur. Þá heyrðist öskur innan frá íbúðinni. Það var Herra hundfúll. Hann öskraði: „Hver ertu og hvað viltu?“ Nína svaraði. „Þetta er Nína, nágranni þinn. Ég ákvað bara að baka smákökur fyrir þig.“ Það kom lítil rifa á dyrnar. „Ég var að spá í hvort ég mætti nokkuð koma inn,“ sagði Nína. Herra hundfúll skellti hurðinni á nefið á Nínu án þess að taka við kökunum. 4. KAFLI Nína er komin aftur inn. Hún hugsar með sér: þetta var kannski ekki besta planið. Hún kveikir á útvarpinu. Þar kemur fram að gömlu listaverki hafi nýlega verið stolið og lögreglan sé að leita að þjófunum. Þá kveikir Nína á perunni. Herra hundfúll og félagar hans hafa auðvitað verið að stela listaverkinu og selt það og skipt gróðanum. Nína hringir í lögregluna. Lögreglan trúir henni ekki fyrst og heldur að hún sé að gera at í þeim. Síðan sannfærir hún þá á endanum um að koma. Lögreglan kemur og kannar málið. Þá kemur í ljós að þetta er rétt hjá Nínu. Herra hundfúll játar á endanum eftir yfirheyrslu lögreglu og er handtekinn. EFTIRMÁLI Enn eru félagar Herra hundfúls á kreiki og listaverkið er ófundið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=