RISAstórar smáSÖGUR 2023

55 1. KAFLI Nína var ein heima. Pabbi var í vinnunni og mamma var að versla í matinn. Allt í einu heyrði hún fótatak. Þetta var skrýtið. Foreldrar hennar ættu ekki að vera komin heim. Hún opnaði dyrnar. Enginn var þar en það hafði verið skilið eftir umslag. Hún tók það upp. Á því stóð að það væri til nágrannans, Herra hundfúls, eins og hún var vön að kalla hann. Hún var svo forvitin að hún gat ekki staðist það að kíkja ofan í umslagið. Þar var miði sem á stóð að hér væri hans hluti af ráninu. „Hvaða ráni?“ sagði Nína hissa um leið og hún dró upp milljón í seðlum. 2. KAFLI Nína var komin aftur inn. Hún trúði ekki að Herra hundfúll hefði framið rán. Hann var vissulega skrýtin skrúfa og fór aldrei út nema seint um nótt sem var frekar grunsamlegt. Hún varð að segja einhverjum þetta. Hún ákvað að hringja í pabba. Hann svaraði ekki. Þá hringdi hún í mömmu sína. Hún svaraði ekki heldur. Hún hugsaði sig um hvort hún ætti að hringja í lögregluna en ákvað að rannsaka málið betur fyrst. Dularfulli nágranninn Kría Kristjónsdóttir, 11 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=