Handbók um velferð og öryggi í leikskólum

Öryggishandbók leikskóla 14 marki, finnur fyrir vanlíðan og vanmætti í skóla. Leggja skal áherslu á styrkleika barna og þörf þeirra fyrir vernd og leiðsögn fullorðinna. Skólum ber að sinna forvarnarstarfi með því að stuðla markvisst að velferð barna og farsælli skólagöngu þeirra. Starfsfólk skóla skal grípa til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur þannig að öll börn fái notið sín sem best. Samkvæmt barnalögum, nr. 76/2003, á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 18/1992, segir að með hliðsjón af réttindum og skyldum foreldra eða lögráðamanna, eða annarra sem bera ábyrgð að lögum á börnum, skuldbinda aðildarríki sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu þau í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í barnaverndarlögum, nr. 80/2002, segir að allir sem hafi uppeldi og umönnun barna með höndum skuli sýna þeim virðingu og umhyggju og óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. 2.4 Tilkynningaskylda til barnaverndarnefnda Í barnaverndarlögum, nr. 80/2002, stendur að hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi, eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu, sé skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Sérstaklega er skólastjórum, kennurum, þroskaþjálfum og öðrum þeim sem koma að málefnum barna í skólasamfélaginu skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu óviðunandi. Tilkynningaskylda gengur framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Á vef Barnaverndarstofu má finna verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda. 2.5 Skólabragur Jákvæður skólabragur sem verndar og styrkir nemandann byggir meðal annars á þátttöku hans. Jákvætt námsumhverfi og gott skólahúsnæði stuðlar að góðum námsárangri. Þættir sem skipta máli eru meðal annars: • Hvernig er ytra umhverfi? Er skólaumhverfi bjart og hlýtt, henta aðstæður samskiptum við vini? • Hvernig er innra umhverfi? Skólabragur, samskiptamáti, áhrif nemenda, hafa nemendur komið að mótun umhverfis og aðstæðna? • Hvernig eru skilaboð frá þeim fullorðnu? Dæmi: „Þú sem nemandi skiptir máli og við viljum að þú lærir.“ • Hvernig er búið að öryggi barna? Er starfsmaður alltaf til staðar og geta nemendur treyst honum til að bregðast við og grípa inn í aðstæður?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=