Ofbeldi_gegn_börnum - page 62

60
baráttunni gegn ofbeldi. Á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur var út-
búinn gátlisti gegn einelti sem hafa má til hliðsjónar í forvörnum gegn
ofbeldi í skólum,
.
Forvarnir
Börn og ungmenni eru markvisst þjálfuð í lýðræðislegu samstarfi
sem einkennist af virðingu, samkennd og ábyrgð.
Starfsstaðir setja sér leiðarljós í samskiptum sem unnin eru af öllu
starfsfólki, börnum, ungmennum og foreldrum og samofin skóla-
námskránni.
Allt starfsfólk tekur þátt í gerð forvarnaráætlunar og árlegri endur-
skoðun hennar, þar sem viðhorf og viðmið í samskiptum eru sam-
ræmd til að koma í veg fyrir að ofbeldi geti átt sér stað.
Stuðlað er að því að starfsfólk, börn/ungmenni og foreldrar verði
meðvituð um einkenni ofbeldis, geti unnið gegn því, brugðist við
því þegar þess verður vart og viti hvert skal leita.
Árlega er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk um áhrif ofbeldis og
áhrif starfsfólks á samskipti barna og ungmenna.
Niðurstöður úr könnunum um líðan starfsfólks og barna/ungmenna
nýttar í vinnu gegn ofbeldi í skólanum.
Skólareglur/samskiptareglur eru vel kynntar, eineltisteymi og nem-
endaráð virk.
Inngrip
Allar ábendingar um ofbeldi eru teknar alvarlega, einnig varðandi
það sem á sér stað utan skóla og frístundar.
Sá sem fær upplýsingar vísar málinu til skilgreinds ábyrgðaraðila (t.d.
umsjónarkennara, skólastjórnanda, námsráðgjafa, eineltisteymis) sem
kannar málið með óformlegum hætti þar á meðal í frístundastarfi.
Skipuleg skráning og könnun hefst. Skráningareyðublað.
Ef ábyrgðaraðili telur hugsanlegt að um ofbeldi geti verið að ræða
hefur hann samband við foreldra barns (nema þegar það er talið
stangast á við velferð barnsins) og leggur til samstarf um lausn máls­
ins.
Í samráði við foreldra er málið sett í viðeigandi ferli, t.d. eineltisteymi
eða nemendaverndarráð.
Leita skal eftir upplýsingum, aðstoð og ráðgjöf eftir því sem við á,
t.d. hjá þjónustumiðstöð/sérfræðiþjónustu skóla við úrlausn mála.
Ef könnun leiðir í ljós að um sé að ræða ofbeldi innan skólans er
rætt við foreldra þeirra barna sem talið er að standi að ofbeldinu og
viðkomandi börn.
Gátlisti gegn
ofbeldi
1...,52,53,54,55,56,57,58,59,60,61 63,64,65,66,67,68,69,70,71,72,...92
Powered by FlippingBook