Table of Contents Table of Contents
Previous Page  63 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 63 / 92 Next Page
Page Background

61

Ákvörðun um úrvinnslu er tekin á grundvelli niðurstaðna og í samráði

við málsaðila. Gæta skal trúnaðar.

Allir málsaðilar eru upplýstir um niðurstöðuna í samráði við við-

komandi foreldra.

Athugað hvort veita þarf stuðning við bekkinn/hópinn.

Ef ekki næst viðunandi niðurstaða ætti að vísa málinu til meðferðar

nemendaverndarráðs (í grunnskólum) og leita eftir frekari ráðgjöf

og stuðningi sérfræðiþjónustu.

Þegar málið er þess eðlis að það verður ekki leyst án utanaðkomandi

aðstoðar er leitað til viðeigandi stofnunar, svo sem barnaverndar (sbr.

barnaverndarlög nr. 80/2002).

Náist enn ekki sátt má vísa málinu til skólanefndar sveitarfélagsins.

Náist ekki sátt um eineltismál innan sveitarfélagsins er hægt að leita

til fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðu-

neytisins.

Eftirfylgd

Ábyrgðaraðilar gera áætlun um eftirfylgd eftir að inngripi lýkur.

Sá sem fyrir ofbeldinu varð fær viðeigandi stuðning eins lengi og

þörf krefur.

Þegar um einelti er að ræða fá þeir sem stóðu fyrir eineltinu skipu-

legan stuðning og aðhald í a.m.k. sex mánuði frá öðrum aðila.

Skilgreindur aðili hefur áfram samráð við foreldra viðkomandi barna

meðan á eftirfylgd stendur.

Málinu lokað með formlegum hætti í samráði við viðkomandi börn

og foreldra þeirra.