Table of Contents Table of Contents
Previous Page  42 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 42 / 92 Next Page
Page Background

40

Fölmiðlanefnd hefur eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og

tölvuleikjum (Lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og

tölvuleikjum, nr. 62, 2006). Samkvæmt lögum þar um er bannað að

sýna börnum undir lögræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og tölvuleiki

og kvikmyndir sem ógna velferð þeirra. Þá er bönnuð sýning, sala og

önnur dreifing á slíku efni til barna sem hafa ekki náð lögræðisaldri.

Samkvæmt lögunum skal meta kvikmyndir og tölvuleiki sem ætlaðir

eru til sýningar, sölu eða annarrar dreifingar hér á landi fyrir börn undir

lögræðisaldri með tilliti til hvort leyfa beri eða takmarka sýningu, notkun

eða afhendingu þessa við tiltekið aldursskeið innan lögræðisaldurs. Sama

gildir um ítarefni sem dreift er með kvikmyndum og tölvuleikjum og

kynningarefni fyrir kvikmyndir og tölvuleiki. Nánar má lesa um þetta á

heimasíðu Fjölmiðlanefndar,

www.fjolmidlanefnd.is.