Ofbeldi gegn börnum

82 Vinir Zippýs. Námsefni fyrir fimm til sjö ára börn um ráð til glíma við erfiðleika í daglegu lífi, tilfinningar og aðstoð við aðra. Embætti landlæknis. Vinir Zippýs Þetta er líkami minn. Bókin er skrifuð til að aðstoða fullorðna og börn á leikskólaaldri við að ræða saman um ofbeldi á opinn og óþvingaðan hátt. Barnaheill gefur út og hægt er að panta bókina þar. Þetta er líkaminn minn KENNSLUAÐFERÐIR Bókmenntir. Þegar lesnar eru sögur eða brot úr sögum sem fjalla um margvísleg samskipti er tilvalið að ræða efnið sérstaklega með tilliti til ofbeldis af ýmsum toga, þar á meðal útilokun, umtal, vanrækslu, vanmat og líkamlegt ofbeldi. Dæmi um spurningar: „Hvernig líður henni/honum, hvers vegna, hvað finnst ykkur að ætti að gera, haldið þið að svona gerist í alvörunni, af hverju o.s.frv.?“ Nota má fjölmargar bækur til að ná þessu markmiði, svo sem: Öskubusku, Gúmmí Tarsan, Ávaxtakörfuna, Mörtu smörtu, Bróður minn Ljónshjarta, ýmsar þjóðsögur, t.d. þar sem Ása, Signý og Helga koma fyrir o.fl. Leikræn tjáning. Nemendum skipt í litla hópa. Hóparnir draga miða með heitum á verkefnum og leika það án orða eða gera myndastyttu. Dæmi: Að skilja út undan. Að vera tillitssamur. Góðir vinir. Hinir giska á hvað er verið að túlka. Umræður. Staðalmyndir. Bókmenntir, kvikmyndir, auglýsingar og fréttir má nota til að hjálpa börnum að skoða staðalmyndir kynja, t.d. má hvetja þau til að prófa að skipta um kynferði persóna sem fjallað er um til að athuga hvort það virkar eða ekki og hvers vegna. Klípusögur. Hópar draga miða með stuttum frásögnum og fá aðstoð til að lesa þegar þess þarf. Þeir ræða saman efni frásagnanna og reyna að finna lausnir. Dæmi: • Tvær stelpur í bekknummínum eru alltaf að horfa á mig og hvíslast svo á. Ég er viss um að þær eru að tala illa ummig, hvað á ég að gera? • Það er strákur í skólanum sem vill oft leika við mig, mér finnst hann ekkert sérstaklega skemmtilegur en ég vil samt ekki særa hann. Hvað ætti ég að gera? Hér skipta samræðurnar meira máli en niðurstöðurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=