Ofbeldi gegn börnum

74 VERKFERLAR OG EFTIRFYLGD Skilgreindir verkferlar veita starfsfólki skóla og foreldrum öryggi og tryggja velferð barna þegar bregðast þarf við ofbeldi eða grun um ofbeldi. Allt starfsfólk skólans þarf að eiga hlutdeild í verkferlunum, þá þarf að vinna í sátt við foreldra og nemendur og endurskoða reglulega. Verkferlar ættu að vera aðgengilegir, t.d. í handbók skólans og/eða á heimasíðu hans. Við gerð þeirra er nauðsynlegt að taka mið af lögum viðkomandi skólastigs, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og stjórnsýslulögum nr. 37/1993, t.d. varðandi andmælarétt. Með andmælarétti er borgurunum, í þessu tilliti foreldrum, tryggður réttur til þess að tjá sig um efni málsins áður en skólinn tekur ákvörðun sem hefur áhrif á réttindi barns þeirra eða skyldur. Gátlisti Verkferlar Gátlisti Verkefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=