Ofbeldi gegn börnum

71 4. Hrynjandi/að skiptast á. Samtalið þarf að flæða eðlilega, barnið er hvatt til að segja frá, þú hlustar, endurtekur, spyrð, tekur saman og gefur upplýsingar. Ein leið til að hvetja börn til að tjá sig er að byrja setningar og gefa barninu tækifæri til að ljúka þeim. Þannig er komið í veg fyrir að barnið upplifi samtalið sem yfirheyrslu. Það getur verið hjálplegt að vekja athygli barnsins á því að fleiri börn hafi svipaða reynslu. Einnig skiptir máli að draga fram styrkleika barnsins. Þú þarft að vera opin(n) og þreifa þig áfram með samtalið. 5. Stjórn/skipulag. Barnið þarf að finna að það er skipulag á samtalinu sem þú stýrir. Markmið samtalsins er ekki síst að barnið fái staðfestingu á því að þú berir umhyggju fyrir því, að þú hafir séð það og heyrt og að barnið fái fulla vissu fyrir því að þú hafir hlustað á það, skilið það og viðurkennt það sem það hafði að segja ÞAÐ SEM Á AÐ GERA – ÞAÐ SEM 8.1 BER AÐ FORÐAST King (1999) bendir á nauðsyn þess að kennari sem ræðir persónuleg mál við nemanda þekki sjálfan sig, sé meðvitaður um eigin fordóma og hugmyndir sínar, t.d. um staðalmyndir og takmarkanir. Hann verður að tryggja að viðtalið snúist eingöngu um velferð barnsins en ekki hans eigin þarfir. Hún varar kennara við því að tala of mikið í viðtölunum heldur ættu þeir að leyfa þögninni að lifa og forðast að skipta um umræðuefni. King setur fram tvo lista, annan yfir atriði sem kennarinn þarf að hafa til hliðsjónar í viðtali við nemandann, hinn með atriðum sem hann ætti að forðast. Listinn birtist hér nokkuð aðlagaður. Kennari þarf stundum að eiga frumkvæði að samtali við barn sem hann hefur áhyggjur af og það krefst tíma og næðis Sjálfsþekking kennara er mikilvæg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=