Ofbeldi gegn börnum

70 að hlusta á nemandann og gefa honum upplýsingar en ekki að rannsaka eða finna lausnir. Sé aftur á móti um ofbeldi að ræða sem skólinn ætti að eiga þátt í að leysa þarf kennarinn að hafa tækifæri til að búa sig undir að setja málið í viðeigandi farveg í samræmi við skilgreinda verkferla. Stundum þarf kennarinn sjálfur að eiga frumkvæði að samtali við nemanda sem hann hefur áhyggjur af, það útheimtir tíma og næði. Kennari gæti t.d. hafið samtalið á því að segja nemandanum að hann hafi áhyggjur af því að honum/henni líði ekki vel og nefnt tiltekið dæmi. Ef nemandinn er ekki tilbúinn til að ræða málið sýnir kennarinn því skilning en bendir nemandanum á að hann sé til staðar hvenær sem er. Stundum reynir nemandi mjög á þolrif kennara þegar hann þarf einna mest á þeim að halda. Þetta kann að eiga við um reið, ögrandi eða viðkvæm börn en mikilvægt er að einhver hlusti á þau og taki alvarlega. Algengt er að börn sem búa við ofbeldi skammist sín og stríði við sektarkennd vegna ástandsins og því getur reynst þeim erfitt að rjúfa þögnina og treysta. Barnaverndarstofa gaf út bæklinginn Talaðu við mig með leiðbeiningum um samtöl barnaverndarstarfsmanna við börn, ásamt disklingi sem sýnir leikna kafla með samtölum við börn með athugasemdum fagfólks.26 Efnið getur gagnast kennurum sem vilja búa sig undir vandasöm og viðkvæm viðtöl. Í myndbandinu er bent á eftirfarandi fimm meginreglur sem starfsmönnum barnaverndar er bent á að fylgja þegar þeir ræða við börn: 1. Að fylgja barninu. Barnið þarf að finna að þú stillir þig inn á hugsanir, tilfinningar og líðan þess. Í því felst að þú leggur þig fram um að setja þig í spor barnsins. Þú sýnir áhuga, skilning og samkennd en dæmir ekki. 2. Mikilvægi/gagnsemi. Barnið þarf að finna tilgang með samtalinu. Þetta þýðir að samtalið má ekki snúast um það eitt að draga upplýsingar út úr barninu. 3. Að gefa rými. Barnið þarf að fá að taka þátt í samtalinu á sínum forsendum, meðal annars miðað við aldur. Það er túlkun barnsins og reynsla sem skiptir máli, ekki að allt sem það segir sé endilega rétt. Þetta þýðir að samtalið getur gefið barninu tækifæri til að dýpka reynslu sína. 26 Barnaverndarstofa nefnist nú Barna- og fjölskyldustofa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=