Ofbeldi gegn börnum

57 kynjamisrétti. Einnig sé nauðsyn að kennarar af báðum kynjum komi að fræðslunni. Annars stigs forvarnir beinast að áhættuhópum sem eru taldir þurfa sérstakan stuðning, t.d. þar sem eru geðræn vandkvæði, ofneysla vímuefna, fátækt og fötlun. Þær miða að því að minnka líkur á skaða vegna slíkra aðstæðna. Slíkt fellur að hluta utan almenns skólastarfs en þó má nefna nemendavernd í grunnskólum. Í reglugerð um nemendaverndarráð grunnskóla segir meðal annars: Í 17. gr. reglugerðar um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 584/2010 segir: Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarf. Annars stigs forvarnir eru hópastarf, ráðgjöf og leiðsögn um persónuleg vandamál og stuðningur af ýmsu tagi. Stuðnings við nemendur er sérstaklega þörf þegar breytingar verða á lífi þeirra, t.d. búsetuflutningar og ýmis áföll, eða þegar þau búa við einhverja sérstöðu. Foreldrasamstarf og tilvísun á fagaðila utan skóla getur líka verið annars stigs forvörn. Hér á landi er annars stigs forvörn einnig oft innan vébanda félagasamtaka eða í opinberri þjónustu. Á þriðja stigi forvarna er komin til meðferð eða bein inngrip til að hafa áhrif á neikvæðar afleiðingar vanda sem einstaklingar eða hópar eiga við að etja, svo sem vegna vanrækslu, ofbeldis eða sjúkdóma. Í skóla ætti þá að hafa farið fram skráning, frumgreining, tilkynning eða tilvísun á sérfræðiráðgjöf. Eftirfylgd skólans felst í því að styðja við skólagöngu nemandans. Á þessu stigi er yfirleitt um að ræða samstarf margra innan og utan skóla. Það fer fram á meðferðar- og þjónustustofnunum, með stuðningi í heimahúsum og á vistheimilum. Fyrsta stig forvarna beinist að almenningi án skilgreinds vanda, annað stig að áhættuhópum og þriðja stig felst í meðferð eða inngripi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=