Ofbeldi gegn börnum

58 GOTT UPPELDISSTARF BESTA FORVÖRNIN GEGN OFBELDI 6.1 Eins og sást hér að framan ná forvarnir yfir marga þætti. Í víðasta skilningi felur gott uppeldisstarf í sér raunhæfar forvarnir. Langtímarannsóknir sem meðal annars ná til seiglu barna24 hafa sýnt að ýmsir fagmenn, svo sem kennarar og íþróttaþjálfarar, geta verið börnummikilvægar fyrirmyndir. Þannig getur áhugi þeirra, hvatning og viðbrögð ótvírætt orðið börnum til góðs (Ungar, 2011). Eðlilegt er að skólinn láti fyrst reyna á eigin bjargir enda er starfsfsólk oft sérfrótt um þær bjargir sem nota má til að leita úrlausna. Ef skóli glímir við mörg vandamál, sem virðast vera einstaklingsbundin, getur verið vert að leita að orsökum innan skólans (Baquedano-López, Alexander og Hernandez, 2013). Rannsóknir sýna ótvíræða fylgni milli námsárangurs, líðanar og jákvæðs andrúmslofts í skóla, þar sem góður skólabragur og öflugt samstarf heimila og skóla leiðir til færri vandamála. Þetta snýst einnig um það hvernig beita þarf „sértækri uppeldisfræði“ (e. extraordinary pedagogies), þ.e. aðlaga kennslu að jaðarhópum nemenda t.d. vegna fátæktar og mismununar, vegna fötlunar eða uppruna (Faltis og Abedi, 2013). En stundum hefur hvorki skóli né skólayfirvöld tiltækar úrlausnir. Samfélagið hefur komið upp ýmsum öðrum úrræðum í þessu efni, svo sem sérfræðiþjónustu sveitarfélaga vegna grunnskóla og leikskóla og í framhaldsskólum starfa námsráðgjafar og stundum einnig sálfræðingar. Segja má að möguleikar og ábyrgð skólans í tengslum við forvarnir felist í því: • Að skapa nemendum öruggt umhverfi. • Að efla lýðræði, mannréttindi og jafnrétti og stuðla að heilbrigði og vellíðan nemenda. • Að sýna öllum nemendum umhyggju. • Að setja mál í viðeigandi farveg þegar þess er þörf. Starf nemendaverndarráða er dæmi um annars stigs forvörn 24 Seigla (e. resiliency) er hæfileiki til að ná sér aftur eftir áföll eða erfiðleika þrátt fyrir augljóst andstreymi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=