Ofbeldi gegn börnum

49 Netorðin eru: 1. Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert. 2. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. 3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er. 4. Mundu að þú skilur eftir þig stafræn spor á netinu. 5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu. STAFRÆNT KYNFERÐISOFBELDI 5.2 Dreifing nektarmynda af börnum og ungmennum og beiðni um þær hefur valdið óhug en fjögur af hverjum tíu börnum í 8.–10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og rúmlega helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri. Á báðum skólastigum er mun líklegra að stelpur fremur en strákar hafi fengið beiðni um að senda eða deila af sér nektarmynd (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). Samkvæmt upplýsingum á vef Barna- og fjölskyldustofu (2020) hefur orðið gríðarleg aukning á dreifingu stafræns kynferðisofbeldis gegn börnum á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst í Evrópu þar segir einnig að vísbendingar séu um að sama þróun hafi átt sér stað hér á landi. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir í viðtali í febrúar 2022 að þegar litið sé til ábendinga um ofbeldi meðal barna og ungmenna í borginni hafi orðið mest aukning á stafrænu kynferðisofbeldi (Rásin, 25.1. 2022). Dæmi um það eru óumbeðnar nektarmyndir, dreifing á nektarmyndum, suð um að fá sendar slíkar myndir og jafnvel er þvingunum og hótunum beitt til að fá sendar fleiri myndir eða grófari. Einnig kemur fyrir að fölsuðu myndefni sé dreift á stafrænum vettvangi, bæði með myndum og texta. Nokkuð virðist vera um að erlendir aðilar óski eftir nektarmyndum af íslenskum ungmennum. Þeir komast í kynni við unglingana í gegnum spjallþræði á samfélagsmiðlum. Einnig er það nokkuð algengt að fullorðnir íslenskir karlar óski eftir slíkummyndum og færst hefur í vöxt að þeir bjóði unglingum fé í skiptum fyrir kynferðislegar myndir. Yfir 60% stelpna í 10. bekk hafa fengið beiðni um að senda af sér nektarmynd. Um 5% stúlkna í 9. bekk og sama hlutfall stúlkna í 10. bekk á Íslandi viðurkenndu að hafa selt af sér nektarmynd (Rannsóknir og greining, 2021). Dæmi eru um að myndir af íslenskum börnum, aðallega stúlkum Heimild: saft.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=