Ofbeldi gegn börnum

48 Þær hættur sem börnum er helst talin stafa ógn af felast í ýmis konar skaðvænlegu efni, s.s. klámfengnum og kynferðislegum athugasemdum. Einnig er um að ræða skaðleg samskipti, s.s. ofbeldi, hatursorðræðu og hótanir, stafrænt kynferðisofbeldi og villandi fréttir svonefndar falsfréttir. SKAÐLEGT EFNI OG SAMSKIPTI 5.1 Með skaðlegu efni er átt við hvers kyns umfjöllun í máli eða myndum um ofbeldi, kynferðislegt efni eða annað sem er til þess fallið að valda hræðslu eða óhug. Einnig getur verið um að ræða áróður af ýmsum toga, auglýsingar eða aðra umfjöllun sem ýtir undir t.d. útlitslegar eða fordómafullar staðalímyndir. Með skaðlegum samskiptum er átt við félagsleg samskipti sem hafa neikvæð áhrif á börn. Sem dæmi má nefna: Neteinelti, hótanir, stafrænt kynferðisofbeldi eða hatursorðræðu sem beinist gegn tilteknum einstaklingum eða hópum. Einnig getur verið um að ræða tjáningu einstaklinga sem ekki er sett fram í neikvæðum tilgangi en sem hefur óheillavænleg áhrif á aðra. Í dag getur hver sem er með aðgang að snjallsíma eða öðrum tækjum birt efni eins og texta eða mynd- og hljóðupptökur á netinu. Á mörgum samfélagsmiðlum er hægt að dreifa slíku efni í gegnum netspjall eða beint til tiltekins notanda. Slíkt efni getur verið aðgengilegt áfram á netinu löngu eftir að það var birt og dreifst mun víðtækar en til stóð. Óhófleg skjánotkun getur einnig talist til neikvæðra stafrænna samskipta (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). Mikinn hluta skaðvænlegs efnis og skaðlegra samskipta má skilgreina sem ofbeldi, þar er helst að nefna einelti, hatursskilaboð, hótanir, kynferðisofbeldi og dreifingu efnis sem veldur skaða. Allt of hátt hlutfall barna er á samfélagsmiðlum enda þótt þau hafi ekki aldur til. Þetta á sérstaklega við um stúlkur yngri en 12 ára sem eyða þar meira en þremur klukkustundum á dag en meira en helmingur stelpna í 7. bekk hefur fengið send ljót eða særandi skilaboð gegnum netið (Rannsóknir og greining, 2021). Foreldrum og skólum ber að leiðbeina börnum um ábyrga notkun netsins og upplýsingatækni og þær hættur sem þar geta leynst

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=