Ofbeldi gegn börnum

50 hafi verið birtar á erlendum klámsíðum. Bent skal á að dreifing á nektarmyndum varðar við brot á lögum um kynferðislega friðhelgi (nr. 8/2021). Það eru ekki aðeins fullorðnir einstaklingar sem dreifa kynferðislegu myndefni af börnum, heldur gera jafnaldrar þeirra það líka. Dæmi er frá Danmörku um að nærri þúsund einstaklingum hafi verið birt ákæra fyrir að dreifa þannig myndbandi (Stjórnarráð Íslands, 2020). Börn og ungmenni fá einnig sendar kynferðislegar athugasemdir gegnum netið. Tæplega 20% nemenda í 8.–10. bekk sagðist hafa fengið kynferðisleg skilaboð á netinu árið 2020. Hlutfallið meðal framhaldsskólanema er heldur hærra eða 29%. Um helmingi þátttakenda í víðtækri rannsókn frá 2022 sagðist vera sama um þessi skilaboð en um það bil þriðjungi fannst þau vera viðbjóðsleg og hluti þeirra fann fyrir hræðslu, það átti frekar við um stelpur en stráka. (Fjölmiðlanefnd ogMenntavísindastofnunHÍ, 2022.) Ekki var leitað svara hjá yngri börnum við þessari spurningu. OFBELDI, HATURSORÐRÆÐA OG HÓTANIR 5.3 Árið 2020 hafði tæplegar þriðjungur 13–18 ára ungmenna séð umræður um ógnvekjandi eða ofbeldisfullar myndir þar sem verið er að meiða manneskjur eða dýr og næstum tvö af hverjum tíu börnum á unglingastigi höfðu séð umræðu um hvernig hægt væri að skaða sig (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). Hættan sem stafar af efni af þessum toga felst m.a. í því að ofbeldishegðunina má túlka sem eðlilega og þannig sé jafnvel hvatt til hennar. Hugtökin hatursorðræða eða hatursáróður/hatursskilaboð koma oft fyrir í umfjöllun um stafrænt efni. Hatursorðræða er öfgakennd birting staðalmynda sem sýnir einstaklingnum óvirðingu og er liður í að svipta viðkomandi mennskunni. Það er mun auðveldara um vik að ráðast gegn þeim sem búið er að afmennska (Mannréttindaskrifstofa Íslands, 2013). Með hatursorðræðu er fólki hótað, það sært eða lítilsvirt á grundvelli fötlunar, kynþáttar, litarhafts, trúar, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar o.fl. Hatursorðræða getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. Hún á þátt í að kynda undir ofbeldi gegn minnihlutahópum svo sem fötluðu fólki, innflytjendum, hinsegin fólki, fólki með ákveðnar trúar- eða stjórnmálaskoðanir o.fl. Hatursorðræða getur endað með hörmungum, eins og sagan sýnir. Sökum þess þykir hatursáróður svo alvarlegur að réttlætanlegt er að takmarka tjáningarfrelsi til að koma í veg fyrir hann. Mjög auðvelt er að missa stjórn á aðstæðum þegar viðkvæmt myndefni og netið eru annars vegar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=