Ofbeldi gegn börnum

47 STAFRÆNT OFBELDI Í þessum kafla er vísað í niðurstöður könnunar Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar HÍ sem fram fór árið 2021. Fyrirlögn könnunarinnar var rafræn með slembivöldu úrtaki skólanema á aldrinum 9–18 ára. Alls tóku 5.911 nemendur þátt, þar af voru 4.802 grunnskólanemendur í 4.–10. bekk og 1.109 framhaldsskólanemendur Ofbeldi finnur sér sífellt sér nýjan farveg og á síðustu árum virðist sem stafrænir miðlar verði æ algengari vettvangur ofbeldis af ýmsum toga. Hið stafræna umhverfi er í stöðugri þróun og netnotkun verður stærri hluti af lífi barna. Sú þróun skapar ný tækifæri fyrir börn en henni fylgir einnig aukin hætta á því að brotið sé gegn börnum og réttindum þeirra. Nú eiga næstum öll börn, eldri en 9 ára eigin farsíma, börn og ungmenni eru því orðin mun aðgengilegri en áður (Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun HÍ, 2022). Til eru þeir sem notfæra sér þessar breyttu aðstæður til að skaða börn og eru oft útsjónarsamir við að finna leiðir til þess.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=