Ofbeldi gegn börnum

42 2. Viðkomandi á erfitt með að verjast. 3. Hegðunin þarf að vera síendurtekin og standa yfir í einhvern tíma, [viku eða lengur]. Þetta má aldrei skilja sem svo að atferlið sé ekki aðfinnsluvert nema því aðeins að öll atriðin séu til staðar. Enda þótt eineltið birtist á ýmsan hátt er meðvitaður eða ómeðvitaður tilgangur venjulega sá að útiloka, niðurlægja, særa og/eða meiða þann sem fyrir eineltinu verður. Ekki er alltaf auðvelt að greina á milli stríðni og eineltis. Þeir sem stríða halda því oft fram að þetta sé bara grín. Reynslan hefur sýnt að einelti byrjar oft með neikvæðri stríðni. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir stríðni og tala við barnið sem fyrir henni verður til að kanna áhrifin (Høiby, 2009). Stríðni hættir að vera skemmtileg þegar hún einkennist ekki lengur af því að vera: • gagnkvæm, vingjarnleg eða skemmtileg fyrir báða aðila • bundin við einstaka atburði eða aðstæður • almenn, heldur beint að einum eða fleiri einstaklingum í hópnum (Dansk center for undervisningsmiljØ, 2021). Ástandið verður sérstaklega alvarlegt þegar útilokun á ákveðnum einstaklingum eða hópum er það eina sem sameinar hópa, til dæmis bekkjardeildir. HVERJIR VERÐA FYRIR EINELTI? 4.2 Ýmsir hafa reynt að greina hvað einkennir börn sem verða fyrir einelti og þau sem beita því. Með því er athyglinni á vissan hátt beint að einstökum börnum og frá ábyrgð hinna fullorðnu en eins og fram hefur komið eru sterk tengsl milli skólabrags og tíðni eineltis í skólum (Skolverket, 2011). Það má einnig benda á að um það bil helmingur barna sem tengjast eineltismálum ýmist leggur aðra í einelti eða verður fyrir því sjálfur (Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, 2006). Aðgerðir gegn einelti þurfa því fyrst og fremst að beinast að skólanum sem samfélagi fremur en að einstökum börnum, þó að það losi skólann ekki undan því að sinna börnum sem þurfa sérstakan stuðning. Með viðhorfi sínu, framkomu og væntingum gefur starfsfólk skóla tóninn og eru nemendum fyrirmyndir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=