Ofbeldi gegn börnum

43 Ekki má gleymast að styðja sérstaklega við börn sem sýna árásargirni en slík hegðun kemur oft fyrst fram í leikskóla (Alsaker og Valkanover, 2001). Þar ætti strax að grípa inn og finna betri farveg fyrir hegðun barnsins og hjálpa því að komast út úr erfiðu samskiptamynstri. Ýmsir þættir geta haft áhrif í þessu sambandi. Þrátt fyrir að meginreglan ætti að vera sú að líta á einelti sem vandamál hópsins eru vísbendingar um fylgni milli eineltis og þess að eiga annað móðurmál en íslensku, að búa ekki hjá foreldrum sínum og að vera búsettur í dreifbýli (Garmy, o.fl. 2018). Þar sem samfélag okkar hefur breyst með hækkandi hlutfalli fólks af öðrum uppruna en íslenskum, eins og fjallað er um í kaflanum um fordóma, þarf meðal annars að skoða slíkar niðurstöður í ljósi jaðarsetningar. Ekki er þar með fullyrt um áhrif slíkra þátta. Skilningur á því hvort árangur hafi orðið af vinnu gegn einelti í grunnskólum á Íslandi er vafalaust mismunandi enda getur verið erfitt að fullyrða um hversu algengt einelti er þar sem skilgreiningar eru mismunandi og rannsóknaraðferðir ólíkar. FORELDRAR OG VIÐBRÖGÐ VIÐ EINELTI 4.3 Flestir kennarar sem hafa þurft að takast á við eineltismál vita að þar geta samskiptin við foreldra skipt sköpum. Þegar einelti á sér stað í skóla hafa foreldrar litlar forsendur til að þekkja til málsins nema í gegnumbörn sín. Mikil ábyrgð hvílir því á kennara barnsins eða þeim semhafa umsjónmeð eineltismálum að upplýsa foreldrana um leið og grunur um einelti vaknar. Hér er bæði átt við foreldra barnsins sem talið er verða fyrir eineltinu og þess eða þeirra sem grunaðir eru um að standa fyrir því. Foreldrar sem Lilja Björg Ingibergsdóttir (2018) ræddi við í rannsókn sinni voru sammála um að skólinn tæki ekki á eineltismálum barna þeirra.23 Upplifun sumra var að ýjað væri að því að þeir gerðu meira úr hlutunum en tilefni væri til. Gefið væri í skyn að eitthvað væri að börnunum sjálfum, þau væru ofur viðkvæm og ekki nógu hörð af sér. Vandamálið lægi því hjá þeim. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir sem hafa bent til þess að kennarar eigi það til að kenna þeim um eineltið sem fyrir því verða (Sawyer o.fl., 2011). Sterk tengsl eru milli skólabrags og tíðni eineltis 23 Um var að ræða lítið úrtak og þess vegna er ekki hægt að alhæfa á grundvelli rannsóknarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=