Ofbeldi gegn börnum

41 Skoða þarf áhrif á mörgum sviðum til að skilja það ofbeldi sem felst í einelti (Hong, o.fl. 2011). Það er að sjálfsögðu hvorki nýtt vandamál né bundið við skóla, sem dæmi má nefna að í Heimsljósi lýsir Halldór Laxness (1937) því hvernig Ljósvíkingurinn stendur einn og varnarlaus frammi fyrir miskunnarleysi heimsins og kennir sjálfum sér um. HVERNIG BIRTIST EINELTI? 4.1 Einelti getur birst á ýmsan hátt, svo sem svipbrigði, glott, augnaráð, baktal, uppnefni, fliss, niðurlægjandi athugasemdir, afskiptaleysi, útilokun, skeytingarleysi um skoðanir, sögusagnir, lygar, þvinganir, líkamsmeiðingar, skemmdir og þjófnaður á eigum. Í framhaldsskólum er einelti oft andlegt og félagslegt. Beitt er gríni, hunsun, höfnun, baktali, hótunum og óþægilegum og niðurlægjandi athugasemdum. Samskiptatækni í ýmsummyndum er einnig mikið notuð (Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir o. fl., 2007). Einelti getur farið fram í beinum eða óbeinum samskiptum. Nánar verður fjallað um starfrænt einelti á öðrum stað í bókinni. Erlendar rannsóknir á einelti í framhaldsskólum sýna að bæði börn og starfsfólk skóla beitir einelti og um fimmti hluti nemenda taldi sig hafa orðið fyrir því af hendi kennara. Í sænskri rannsókn kom fram að algengasta formið var að kennarar gerðu grín að nemanda eða hæddu hann (El Khouri og Sundell, 2005). Í nýjum sænskum athugunum er aukið starfsálag kennara tengt við að þeir bregðist nú síður við einelti gegn nemendum. Rannsakendur segjast geta rakið hvernig skólastjórnun virkar frá þeirri stundu að nemandi segist beittur einelti. Höfundar leggja áherslu á þátt skólastjórnunar í að styðja við kennara í vinnu gegn einelti og segja að slíkur stuðningur bæti líðan nemenda (Rajaled, o. fl. 2020). Í 3. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 er að finna skilgreiningu á einelti á vinnustöðum en styðjast má við sömu skilgreiningu fyrir skóla enda er ekki um aðra lagalega skilgreiningu að ræða. Samkvæmt reglugerðinni þurfa eftirtalin atriði að koma til svo háttsemin teljist vera einelti: 1. Hegðunin er meiðandi, særandi eða niðurlægjandi fyrir þann sem fyrir henni verður og er til þess fallin að mismuna, ógna, útiloka og valda vanlíðan hjá þeim sem hegðunin beinist að. Einelti er flókið félagslegt vandamál fremur en vandamál einstaklinga og hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér Einelti birtist í mörgum myndum Þrír þættir þurfa að vera til staðar til að hægt sé að skilgreina atferli sem einelti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=