Ofbeldi gegn börnum

40 EINELTI Einelti hefur viðgengist frá ómunatíð en við erum orðin meðvitaðri um einkenni og alvarlegar afleiðingar þess. Einelti er oft dulið og sá sem fyrir því verður kennir sjálfum sér ósjaldan um og reynir að leyna því. Oft hefur eineltið viðgengist lengi þegar það uppgötvast, jafnvel árum saman. Það sem við vitum í dag um einelti er að það er ekki eingöngu vandi einstakra aðila. Einelti fjallar um þá menningu sem er til staðar í viðkomandi hópi. Þess vegna verður alltaf að líta á heildina og hlutverk allra í þeirri menningu sem er til staðar. Rannsóknir hafa sýnt að einelti hefur mikil áhrif á líðan allra, líka þeirra sem standa hjá án þess að taka beinan þátt (Menntamálastofnun, 2022). Almennt er einelti því talið flókið félagslegt vandamál fremur en einstaklingsbundið og álitið að það byggi á ótraustum félagslegum tengslum, gildum og samskiptamynstri hópsins (Dansk Center for Undervisningsmiljø, 2014) enda sýna sænskar niðurstöður Skolverket (2011) að þar sem skólabragurinn er góður mælist einelti minna en annars staðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=