Ofbeldi gegn börnum

37 MERKI UM OFBELDI Á HEIMILI BARNS Afleiðingar ofbeldis sem börn eru beitt eða búa við geta verið til skamms eða lengri tíma og varað allt fram á fullorðinsár. Eins og fram kom er um að ræða margs kyns erfiðleika, s.s. læknisfræðilega og taugasálfræðilega, vitsmunalega og geðræna, svo og afleiðingar sem snerta hegðun, félagsleg samskipti og tilfinningar. Vandasamt er að lýsa áhrifum og afleiðingum þess að börn verði fyrir ofbeldi, óháð hinumýmsu formum sem fjallað var umhér að ofan. Einkenni geta átt við um annað og ber því aðmeðhöndla málið af varúð. En húnmá þó ekki vera svo mikil að menn bregðist ekki við eigin grun í samræmi við verklagsreglur og lagaskyldur. Starfsfólk skóla getur greint sum einkenni og afleiðingar ofbeldis og aðrar ekki. Það sem vekur oft grun annarra eru breytingar á hegðun barns, s.s. ýmis frávik í hegðun þegar tekið er tillit til aldurs þess og þroska. Til dæmis ætti kennari að sjá hvort barn eða unglingur er að jafnaði þreyttur, virðist svefnlaus, vansæll, illa hirtur eða einbeitingarlítill. Þetta eru allt hættumerki. Goðsögnin um að börn vilji ekki segja frá ofbeldinu heima stenst ekki (Nanna Þóra Andrésdóttir, 2014; Guðrún Kristinsdóttir, o.fl., 2014). Reynsla af kennslu og í rannsóknum sýnir að kennarar eru meðal þeirra sem halda þessu stundum fram en einnig að þeir eru áhugasamir ef fræðsla er í boði. Börn hafa víða erlendis og hérlendis skýrt frá árangurlausum tilraunum til að segja frá ofbeldi og illri meðferð sem þau sæta heima. Þetta er erfitt verkefni fyrir barn, tengsl og traust þarf að vera fyrir hendi til að barnið stígi það skref. Barn tjáir sig fyrst og fremst á grundvelli tengsla. Það krefst þess að fagfólkið kunni að greina helstu einkenni og taka á málum. Athyglisvert þróunarstarf erlendis hefur borið góðan árangur þar sem starfsfólk er þjálfað til að spyrja hvort ofbeldi sé á ferð (Guðrún Kristinsdóttir, 2014b; Breckenridge og Ralfs, 2006; Laskey, 2006). Þarna skiptir mestu að kennarar þekki einkennin og dragi ekki við sig að ræða og tilkynna grun sinn tímanlega til yfirmanna svo að skriður komist á mál og sinni einnig eftirfylgd. Starfsfólk skóla getur greint sum einkenni ofbeldis og önnur ekki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=