Ofbeldi gegn börnum

38 HVERNIG GETA KENNARAR TALAÐ 3.4 VIÐ BÖRN UM OFBELDI? Þetta er eins og með kynfræðsluna fyrr á dögum. Fyrsta ráðið er að svara spurningum barna þegar þær koma. Daglega heyra flest börn um alls kyns ofbeldi og önnur búa við það. Skólinn þarf að taka á þessu sem öðru og margir hafa mótað starf þar að lútandi. En hvernig á að gera? Byrjaðu hægt og rólega Þegar kennari ræðir um erfið samtalsefni er best að byrja með skilaboðum sem eru líkleg til að virka mest róandi á huga barnanna. Til dæmis má byrja með að segja, að þó að mikið sé talað um ofbeldi gegn börnum og foreldrum hendi það alls ekki öll börn eða á öllum heimilum. Að það sé aldrei barninu að kenna. Að fullorðnir beri ábyrgð á að stöðva ofbeldið. Taktu efnið í smáskömmtum. Gott er að nota sömu aðferð og við að opna gosflösku sem hefur verið hrist, opna og hella hægt og litlu í einu. Síðan getum við hellt afganginum hægt og rólega. Vertu skýr Skýr boðskapur dregur úr óöryggi beggja; okkar og barnanna. Efnið verður ekki hættulegra við að tala um það, þvert á móti. Það krefst þess þó að við tjáum okkur skýrt og skilmerkilega og maður þarf að setja sig í stellingar. En kennarar eru vanir því að undirbúa sig og þá færni má yfirfæra. Þó að það virðist mótsagnakennt getur okkar eigið óöryggi róað börnin, þau sjá að við þekkjum til vandans og að við látum okkur það og þau varða. Hlustaðu og gefðu kost á að spyrja Við þurfum að gefa börnunum kost á að spyrja og þá er mikilvægt að hlusta vel. Þumalfingursreglan er að hlusta helmingi lengur en við tölum. Börn sem þegja Sum börn kunna að spyrja en önnur þegja og mikilvægt er að þrýsta ekki á um að þau tjái sig. Þögnin þarf ekki að merkja annað en að þau eru að hugsa og velta fyrir sér. En reynslan sýnir að þau börn sem ekki þora að tala, vilja spyrja eða hafa frá einhverju að segja koma gjarnan til okkar í einrúmi, ef við gefum kost á því. Þau skila sér með öðrum orðum. Þreyta, vansæld og einbeitingarskortur eru allt hættumerki. Börn vilja segja frá ofbeldi sem beitt er heima hjá þeim Brýnt að ræða og tilkynna grun tímanlega til yfirmanna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=