Ofbeldi gegn börnum

36 Umfjöllun með áherslu á kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er að finna á nokkrum stöðum. Í menntastefnu Reykjavíkurborgar Kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi er að finna eftirfarandi um efnið: • Skilgreiningar á kynferðislegri áreitni annars vegar og kynferðislegu ofbeldi hins vegar • Verkefninu Opinskátt um ofbeldi er ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því • Undir heitinu Klám og „sexting – umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna.“ fjalla Margrét L. Guðmundsdóttir, og Kolbrún H. Sigurgeirsdóttir um stafrænt kynferðisofbeldi og umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna. • Leiðbeiningar til starfsfólks – Kynferðisleg áreitni eða ofbeldi. Hér er m.a. greint frá viðbragðsferlum varðandi kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í skóla- og frístundastarfi • Leiðbeiningar til barna – Kynferðisleg áreitni eða ofbeldi Félagsamtök hafa einnig samið efni um kynferðislegt ofbeldi. Og veita ráðgjöf og fræðslu. Barnaheill, Save the Children sinna fræðslu á þessu sviði með verkefninu Verndarar barna. Vefur Stígamóta hefur að geyma bækling með ítarlegum upplýsingum um eðli, afleiðingar og viðbrögð við kynferðisofbeldi gegn börnum og sifjaspell og fræðsluefni sem varðar ofbeldi gegn börnum. Birtingamyndir kynferðisofbeldis gegn börnum. Hafa má í huga að fræðsla sem eingöngu leggur áherslu á að börn verndi sig sjálf hefur m.a. verið gagnrýnd á þeim forsendum að börn hafi ekki þroska til að standa undir þessu. Spurningin er þó ekki hvort eigi að fræða börn um þessi mál heldur hvernig. Í köflunum hér að framan hefur komið endurtekið fram að ýmis form ofbeldis gegn börnum veiki sjálfsmynd þeirra. Þessi lærdómur er lykilatriði. Fræðsla þarf að beinast að því að styrkja sjálfsmynd barna, að kenna þeim að treysta sinni dómgreind en grunninn að því þurfa foreldrar og fagfólk að leggja með þeim. Nám, kennsla og námsefni í lífsleikni og samskiptafærni er gagnlegt í þessu skyni. Sjá frekari upplýsingar um námsefni og kennsluaðferðir í tíunda kafla. Vanræksla barns vísar til endurtekins eða viðvarandi ástands. Fræðsla þarf að beinast að því að styrkja sjálfsmynd barna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=