Ofbeldi gegn börnum

25 Ýmsir aðilar hafa útbúið efni sem nota má bæði eða ýmist á heimilum og í skólum í þessu skyni, s.s. Barna- og fjölskyldustofa, Embætti umboðsmanns barna, Embætti landlæknis, Menntamálastofnun og samtök, s.s. Barnaheill, Save the children á Íslandi, Bjarkarhlíð, Heimili og skóli, Landsnefnd Barnahjálpar SÞ á Íslandi, Stígamót og Kvennaathvarfið í Reykjavík o. fl. Aftast í ritinu eru frekari upplýsingar um fræðsluefni sem hentar ólíkum aldurshópum. Í HVERJU BIRTIST HEIMILISOFBELDI? 3.1 Heimilisofbeldi birtist í ógnandi hegðun og misbeitingu í samskiptum fólks sem býr saman eða er bundið nánum böndum (Mullender, o.fl., 2002). Heimilisofbeldi snýst um vald og stjórnun. Ofbeldið er kynjað, þannig að mun fleiri karlar en konur beita ofbeldi í nánum samböndum (Hardesty og Ogolsky, 2020). Það er undir áhrifum valdakerfa og stjórnunar í samfélaginu (Hearn, o. fl., 2020, Walby 2020). Með heimilisofbeldi er vísað til líkamlegrar, efnahagslegrar, kynferðislegrar og andlegrar misbeitingar sem snýr að þeim sem er háður ofbeldismanni. Hegðun sem fellur undir ofbeldið felst t.d. í því að nota líkamlega og yfirburðastöðu sína á heimilinu, eða að sá sem beitir ofbeldi hótar, ógnar, beitir úrtölum eða þrýstingi. Sá sem fremur athæfið afneitar, ásakar aðra og beitir ásökunum, yfirdrifinni stjórnsemi, eftirliti og ofsóknum (Pence og Paymar, 1993). Þetta getur m.a. falið í sér að einangra, niðurlægja, gera lítið úr, ofsækja, munda eða beita vopni og kúga fjárhagslega. Áður fyrr var yfirleitt rætt um heimilisofbeldi sem átök milli fullorðinna. Sá skilningur hefur breyst í kjölfar rannsókna sem sýna að börn staðsetja sig sjálf á vettvangi atburða þegar þau eru beðin að lýsa því hvað felst í orðinu heimilisofbeldi (Guðrún Kristinsdóttir, 2014). Vægi óbeinna áhrifa af því að verða vitni að ofbeldi er því æ meira viðurkennt. Goðsagnir um heimilisofbeldi Ekkert afsakar ofbeldi á heimili. Sá sem beitir ofbeldinu útskýrir það á ýmsan hátt og yfirleitt til að verja gerðir sínar. Afsakanirnar eru gjarnan endurteknar og breytast í lífsseigar goðsagnir og ranghugmyndir. Margar þeirra snúast um hina fullorðnu á heimilinu: Heimilisofbeldi snýst fyrst og fremst um vald og stjórnun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=