Ofbeldi gegn börnum

24 ofbeldis á heimilum gætu hugsanlega talið að það sé eðlilegur verknaður. Önnur skýring gæti verið að börn og unglingar sem þekkja einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi á heimili sínu beini athygli sinni meira að umfjöllun um athæfið en þau sem ekki búa yfir slíkri vitneskju. Nýlegar rannsóknir sýna að hluti barna og unglinga ýmist verða vör við, verða fyrir eða eru vitni að ofbeldi í fjölskyldum sínum og enn hefur bæst við þekkingu á þessu sviði síðan ofangreind könnun var gerð (Hafstad og Augusti, 2019; Rydström, o.fl., 2019; Ellonen, Kääriäinen, 2008; Mossige and Stefansen, 2008). Niðurstöður ofangreindrar skólakönnunar hér á landi sýndi að lágt hlutfall barna hér á landi heyrir um heimilisofbeldi hjá foreldrum (Ingibjörg H. Harðardóttir, o.fl., 2014). Algengast var að þau segðust hafa heyrt um það í sjónvarpi (59%) og næstalgengast í skólanum (53%). Í ljósi þess má telja að ábyrgð skólans á því að fjalla um efnið sé umtalsverð. Færri þátttakendur sögðust hafa heyrt talað um heimilisofbeldi í samræðum nákominna eins og hjá mömmu (21%), pabba (15%) eða hjá vinum (13%). Þar sem ofbeldi er beitt á heimili ríkir yfirleitt þögn um það vegna ótta, sársauka, niðurlægingar og skammar sem fylgja slíkum hremmingum. Þetta kom fram í viðtölum við börn og unglinga sem höfðu búið við langvarandi og alvarlegt ofbeldi á heimilum sínum (Guðrún Kristinsdóttir, o.fl., 2014). Það er í samræmi við erlendar viðtalsrannsóknir (McGee, 2005; Mullender, o. fl., 2002). Pernebo og Almqvist (2016) ásamt fleirum benda til dæmis á hve mjög tengsl við foreldra í slíkum aðstæðum skerðast og verða ótraust. Þessar niðurstöður í ofangreindu íslensku skólakönnuninni benda til þess að foreldrar ættu að ræða meira við börn sín um heimilisofbeldi. Það gæti komið í veg fyrir eða dregið úr því að upplýsingar berist til þeirra eftir tilviljunarkenndum og jafnvel óvönduðum leiðum, sem sumir netmiðlar eru (Ingibjörg H. Harðardóttir, o.fl., 2014). Þær eru einnig skilaboð til skóla og annarra aðila, sem sinna forvörnum um ábyrgð þeirra á vandaðri fræðslu, t.d. um réttindi barna eins og þau birtast í Barnasáttmála SÞ.18 Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að miðla vönduðum upplýsingum og fræðslu og mættu sinna því oftar. Börn búa við og verða vitni að heimilisofbeldi hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna 18 Samningurinn er í daglegu tali nefndur Barnasáttmáli SÞ og er hér ýmist nefndur því nafni eða hinu formlega, Samningur um réttindi barns.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=