Ofbeldi gegn börnum

26 • Það hlýtur að vera eitthvað að henni, annars væri hann ekki svona afbrýðissamur. • Hann gerði þetta meðan hann var í áfengi og pillum. • Hjónadeilur eru einkamál og friðhelgi heimilisins er bundin í stjórnarskrá. Fátíðara er að goðsagnir um heimilisofbeldi snúist um börn. Ef til vill vegna þess að fólk heldur að þau verði þess ekki áskynja. Goðsagnir um börn og heimilisofbeldi eru til dæmis: • Börnin vita ekkert af þessu; þeim er yfirleitt haldið utan við þetta. • Börn vilja ekki segja frá ofbeldinu. • Börnin muna ekkert eftir þessu seinna og þá skaðar það ekki. Ekkert af þessu stenst eins og nánar er vikið að í handbókinni. Erlendar rannsóknir hafa til margra ára sýnt að börn vita um heimilisofbeldi og þau kvarta yfir því að þekking þeirra og reynsla sé sniðgengin. Alvarleg og nöturleg dæmi eru um þetta í íslensku skólastarfi. Sjá umfjöllun og frásagnir barna í bókinni Ofbeldi á heimili. Með augum barna (Guðrún Kristinsdóttir, 2014) . ÁHRIF VANRÆKSLU OG OFBELDIS Á HEIMILUM Á BÖRN 3.2 Áhrif ofbeldis og vanrækslu á börn innan fjölskyldunnar eru stundum mikil (Cater o.fl., 2015) Hér má nefna viðvarandi ótta, ógnanir og lífshættu og er þá allt ekki upptalið. Þó ber að athuga að sum börn sýna seiglu og virðast takast á við ýmsa erfiðleika sem fylgja slíkri reynslu án þess skaðast til lengri tíma (Edleson, 1999). Kimball (2015) sem fylgdi niðurstöðum Edleson eftir benti á að mun fleiri rannsóknir á áhrifum ofbeldis á börn byggðu á gögnum frá fullorðnum en koma ekki frá börnum og að það hamli þróun forvarna. Reynsla barns af ofbeldi á heimili einskorðast ekki við athafnir heldur nær hún til upplifana og óbeinna áhrifa sem koma til vegna ofbeldisins, s.s. þess að verða vitni að ofbeldi eða heyra það sem á gengur (Holden, 2003; sjá nánar í Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Ingibjörg H. Harðardóttir, 2014). Upplifanir eru mismunandi og í barnshuganum geta samskipti á heimilinu sem fullorðnir telja átakalítil, t.d. rifrildi foreldra, haft meiri áhrif Áhrif heimilis- ofbeldis á börn eru margslungin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=