Náttúrulega 2 - Verkefnabók

11 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli ÁRSTÍÐASKIPTI Í NÁTTÚRUNNI Nú er kominn tími til að fara út og skoða hvernig árstíðarskiptin sjást í náttúrunni. Fyrst þarftu að skipuleggja þig og ákveða hvað þú ætlar að skoða eða leita að. Því næst ferð þú út og tekur ljósmyndir eða myndbönd af árstíðarskiptunum. Að lokum kynnir þú verkefnið fyrir bekknum og metur verkefni hjá öðrum hópi. Hvaða árstíðir eru að mætast? Svæði sem ég ætla að skoða og hvað held ég að ég finni þar? Veldu nokkrar myndir sem þú vilt segja frá og skráðu hjá þér hvað þú vilt segja til þess að auðvelda þér kynninguna. Mundu að þú ert að kynna hvernig árstíðarbreytingin sést í náttúrunni. Hvað er á myndinni (t.d. runni) Hvernig tengist myndefnið árstíðabreytingum? Hlustaðu nú á kynningu samnemanda á sínu verkefni og kynnt þú þitt fyrir honum. Hvað gerðir þú vel í verkefninu, nefndu a.m.k. 2 atriði. Hvað hefðir þú getað gert betur í verkefninu þínu, nefndu a.m.k. 2 atriði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=