Náttúrulega 2 - Verkefnabók

12 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli VERKEFNI GRÓÐURSETNING Byrja þarf á að velja fræ til að gróðursetja. Hægt er að nota keypt fræ eða t.d. innan úr papriku. Byrjað er á að setja fræin í rakan eldhúspappír og ofan í plastpoka. Leyfið fræjunum að liggja þar í 2–7 daga eða þar til fræin eru farin að spíra vel. Fræin eru svo færð yfir í næringarríka mold en gott er að setja nokkur fræ í hvern pott svo að meiri líkur séu á að planta verði til. Hentug pottastærð er 8–10 cm og má nota krukku, jógúrtdós eða annað tilfallandi ílát. Vökva þarf plöntuna reglulega en fylgjast má með raka í moldinni til að athuga hvort hún þurfi vökvun ásamt því að tryggja góð birtuskilyrði. Passið að ofvökva ekki og geyma ekki í of mikilli sól. VERKEFNI SÍGRÆN Hvernig ná sígræn tré að halda sér grænum? Hvað er að gerast inni í trénu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=