Náttúrulega 1 - verkefnabók

39 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 2. kafli BLÝANTUR Í VATNI Efni og áhöld: Skál, vatn og trélitur. Tilgáta: Lestu framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Helltu vatni í skálina og settu svo trélitinn ofan í þannig að hluti hans standi upp úr skálinni. Horfðu á trélitinn frá hlið og taktu eftir því hvernig hann er í vatninu. Hvað er sérstakt við það sem þú sérð? Hvaða áhrif hefur vatnið á ljós? Niðurstöður: Hverjar eru niðurstöður þínar? Umræður: Hér getur þú tengt saman tilgátu við niðurstöðu. Hafðir þú rétt fyrir þér? Hvað gekk vel og hvað illa? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi næst? Litaðu rétta litaröð á regnbogann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=