Náttúrulega 1 - verkefnabók

15 Náttúrulega 1 │ vinnubók │ 1. kafli Ef þú horfir á skyldleikatréð á bls. 16 í lesbók, hvort eru risaeðlur skyldari fuglum eða öpum? Hvernig sérðu það? HUGTÖK – FJÖLBREYTILEIKI LÍFVERA NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Líffræðileg kenning um uppruna og þróun tegunda. Allar lífverur eru af sama stofni en vegna náttúruvals þróast þær í mismunandi tegundir. Allar lífverur og lífvana umhverfisþættir sem finnast á afmörkuðu svæði. Ekki lífverur t.d. steinar og vatn. Breytileiki lífvera í tilteknu vistkerfi. Getur verið breytileiki innan sömu tegundar eða fjöldi tegunda. Góðir eiginleikar til að lifa af erfast frá einni kynslóð til þeirrar næstu. Þegar auðlind er notuð það mikið að hún verður fyrir skaða, t.d. ofveiði. Öll dýr sem lifa á tilteknu svæði. Allar plöntur sem lifa á tilteknu svæði. Vistkerfi Flóra Þróunarkenningin Lífvana umhverfisþættir Náttúruval Ofnýting auðlinda Fána Þróun tegunda Líffræðilegur fjölbreytileiki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=