Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 9 Á Íslandi er að finna vistkerfi sem eru einstök á heimsvísu. Þessar aðstæður veita lífverum óvenjuleg tækifæri og því eru margar þeirra í hraðri þróun. Íslensku grunnvatnsmarflærnar Á Íslandi eru mjög fáar dýrategundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum en þar á meðal eru tvær tegundir grunnvatnsmarflóa. Þær eru vel aðlagaðar að lífi neðanjarðar, alveg hvítar og blindar og koma líklega aldrei uppá yfirborðið. Íslensku grunnvatnsmarflærnar heita Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus (sjá mynd). Þingvallamarflóin tilheyrir nýrri ætt sem finnst hvergi annars staðar en á Íslandi og það hafa bara fundist sex einstaklingar. Íslandsmarflóin tilheyrir þekktri ætt marflóa en þessi tegund finnst bara á Íslandi. Erfðafræðirannsóknir sýna að Íslandsmarflóin er búin að vera á Íslandi í um fimm milljón ár. Flestar ef ekki allar aðrar núlifandi lífverur á Íslandi bárust til Íslands eftir að síðasta jökulskeiði lauk, fyrir um 10–12 þúsund árum. Hægt er að læra meira um grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Tegund sem er einlend er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Grunnvatnsmarflærnar á Íslandi eru því einlendar tegundir á Íslandi, alveg eins og rauðkengúra er einlend tegund í Ástralíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=