Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 10 Vistkerfi og þjónusta þeirra Vistkerfi er hugtak yfir náttúruna sem nær yfir allar lífverur (t.d. bakteríur, orma, spendýr, sveppi, plöntur, köngulær og fugla) og alla umhverfisþætti (t.d. loftslag, vatn og næringarefni) sem finnast á tilteknu svæði. Þessi svæði geta verið margskonar að stærð og lögun sem fer eftir samspili lífvera og umhverfis þeirra. Vistkerfi geta t.d. verið birkiskógur, votlendi, mói, tjörn eða fjara. Vistkerfi eru fjölbreytt, t.d. hefur lífríki á jarðhitasvæðum aðlagast hita og lífríki á jöklum og heimskautum hefur aðlagast ís og kulda. Er þjónusta vistkerfa sjálfsögð og ókeypis? Hvað gerist ef þessi þjónusta er ofnotuð? ? Vistkerfi í góðu ástandi veita okkur ákveðin gæði sem kalla má þjónustu. Þessi þjónusta vistkerfa nær til dæmis yfir náttúruafurðir eins og fæðu, hreint loft, vatn, eldsneyti og húsaskjól. Þjónusta vistkerfa nær einnig yfir það þegar plöntur, sem eru t.d. mikilvæg fæða fólks og dýra, mynda fræ og fjölga sér. Þegar þið farið út í náttúruna, hvort sem það er til að njóta útiveru og hreyfingar, læra um hana eða jafnvel rannsaka eruð þið líka að njóta þjónustu hennar. Einnig má tala um votlendi sem vistkerfi sem veita þá þjónustu að draga úr hættu á flóðum. Öll þessi þjónusta vistkerfa skiptir miklu máli fyrir okkur. Ef ekki er farið vel með náttúruna þá minnkar eða tapast geta vistkerfanna til að veita þjónustu eins og mat og hreint vatn. Þegar þið farið í berjamó eru vistkerfin að veita ykkur þá þjónustu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=