Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 86 Undirbúningur Finnið birkitré eða birkiskóg í nágrenni skólans sem hægt er að ná fræjum af að hausti (eða útvegið birkifræ að vori). Í samráði við skólann, sveitarfélagið og jafnvel Landgræðsluna eða Skógræktina, finnið svæði í nágrenni skólans sem gæti hentað fyrir sáningu á birkifræjum og tilraunir. Munið að birkitré geta orðið ansi há og þau þurfa pláss. Þið getið líka safnað fræjum af öðrum íslenskum plöntum eins og til dæmis túnfífli, krækilyngi, melgresi, blóðbergi, loðvíði eða reyni. Verkefnavinna 1. Skoðið birkifræ Skoðið birkifræin vel með stækkunargleri eða í víðsjá. Af hverju haldið þið að þau séu svona í laginu? Prófið að láta eitt og eitt fræ falla til jarðar á meðan þið blásið létt á þau. Hvað gerist? Hvað haldið þið að mörg fræ séu á einum rekli? Hvað haldið þið að stórt hlutfall þessara fræja spíri? (Þetta er tilgátan ykkar). Eru einhver fræ afmynduð og með litla vængi? Hvað gæti verið að þessum fræjum? 2. Spírun birkifræja Setjið nokkur birkifræ í raka bómull á bakka eða disk. Setjið glært lok yfir, t.d. lok af jógúrtdós. Hafið smábil á milli fræjanna og passið að það sé alltaf raki í bómullinni. Það er gott að vökva á hverjum degi og lofta reglulega. Gerið tilraunina á björtum stað en þó ekki í beinu sólarljósi. Tilraunin tekur 7-15 daga, jafnvel lengri tíma við herbergishita. Fylgist með því þegar fræin byrja að spíra og skráið niður tímasetningar, mælið vöxtinn og kannið svo í lokinn hversu mikið hlutfall fræjanna spíraði. Voru einhverjar óvæntar uppákomur, t.d. birkihnúðmý?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=